Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
4.7
4 of 4
Barnabækur
Enn á ný leggja fræknu ferðalangarnir Freyja og Frikki upp í heimsreisu og í þetta skiptið er förinni heitið hinum megin á hnöttinn! Systkinin hyggjast verja jólunum með mömmu sinni í algjörri steik og skínandi sólskini í Ástralíu – landinu þar sem jólasveinarnir eru brimbrettagæjar. En fljótlega kemur babb í bátinn. Freyja virðist alltaf fara öfugu megin fram úr þessa dagana. Það er skrítið að halda jólin í ókunnugu landi þar sem öllu er snúið á haus, stórhættulegar loðnar kóngulær gætu skriðið ofan í skóna þína og það er sumar en ekki vetur. Til að toppa þetta allt saman ætlar mamma að sofa í rúminu hans Siriks! Þrátt fyrir að hann hafi reynst þeim vel í Kambódíu þarna um árið treystir Freyja honum engan veginn. Og ekki batnar ástandið þegar systkinin verða vör við grunsamlega menn sem virðast eiga eitthvað sökótt við Sirik. Þegar mamma hverfur svo skyndilega fer allt á hvolf í Ástralíu og Freyja og Frikki þurfa enn á ný að leggjast í erfiða rannsóknarvinnu til að finna hana áður en það er um seinan. Ævintýri Freyju og Frikka: Allt á hvolfi í Ástralíu er fjórða sagan í þessari ástsælu bókaseríu eftir Felix Bergsson, þar sem krakkar fá að slást í för með hugrökkum og frökkum systkinum um framandi slóðir. Felix er öllum landsmönnum kunnur og ekki síst fyrir barnaefni sitt, bæði fyrir sjónvarp og leikhús, og hér bregst honum ekki bogalistin frekar en fyrri daginn.
© 2023 Storytel Original (Hljóðbók): 9789180674744
© 2023 Storytel Original (Rafbók): 9789180674751
Útgáfudagur
Hljóðbók: 15 november 2023
Rafbók: 15 november 2023
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland