Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Eggert Claessen (1877–1950) var einhver mesti áhrifamaður á Íslandi á fyrri hluta síðustu aldar. Hann var náinn samstarfsmaður og ráðgjafi frænda síns, Hannesar Hafstein, og mágs síns, Jóns Þorlákssonar, viðskiptafélagi Thors Jensen og Sturlubræðra, og lögfræðingur Einars Benediktssonar. Hann var einn helsti frumkvöðull Eimskipafélagsins, tók þátt í hinu sögufræga Milljónarfélagi og var lykilmaður í fossafélaginu Titan. Þá var hann bankastjóri Íslandsbanka eldri í tæpan áratug. Sem framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins var hann andlit atvinnurekenda um árabil. Eggert var mikils metinn af samverkamönnum fyrir greind og dugnað en andstæðingar hans sáu hann sem „fjandmann fólksins“ og „höfuðpaur auðvaldsins“. Sagan sem sögð er í þessari bók byggist á umfangsmikilli rannsókn áður óþekktra frumheimilda um störf hans og litríka ævi þar sem skiptast á skin og skúrir, gleði og harmar, hamingja og mótlæti. Öllum steinum í sögu Eggerts er velt við og margt nýtt og óvænt leitt í ljós um hann og samtíð hans. Guðmundur Magnússon sagnfræðingur er höfundur verksins.
© 2020 Storyside (Hljóðbók): 9789152138410
Útgáfudagur
Hljóðbók: 30 oktober 2020
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland