Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
4.7
Leikrit og ljóð
Dimmumót er áhrifamikil bók, þrungin sterkum og óvæntum náttúrumyndum. Frá björtum sjónarhóli barnsins sem heillast af hvítu eilífðarfjalli liggur leiðin til óvissu og umbreytinga samtímans. Stórbrotin og sláandi ástarjátning til lands og jökuls. Steinunn Sigurðardóttir er eitt af höfuðskáldum okkar og hefur alla tíð verið í beinu og brýnu samtali við líðandi stund í skáldskap sínum og skrifum. Dimmumót er tíunda ljóðabók hennar. Steinunn Sigurðardóttir fagnar á árinu 2019 hálfrar aldar höfundarafmæli en fyrsta bók hennar, Sífellur, kom út 1969, þegar hún var aðeins nítján ára. Steinunn hefur sent frá sér jöfnum höndum skáldsögur og ljóð. Hún hefur einnig samið leikverk, smásögur og tvær sannsögur, um Vigdísi Finnbogadóttur og Heiðu fjalldalabónda. Verk hennar hafa notið mikilla vinsælda og hún hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir ritstörf, meðal annars Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar árið 2014. Árið 1995 fékk hún Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir skáldsöguna Hjartastað. Bækur hennar hafa lengi verið gefnar út víða í Evrópu við góðar undirtektir og í Frakklandi var gerð kvikmynd eftir þekktustu skáldsögu hennar, Tímaþjófnum.
© 2021 Mál og menning (Hljóðbók): 9789979341956
Útgáfudagur
Hljóðbók: 12 juli 2021
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland