4.1
Spennusögur
Úrsúla er nýlega flutt til Íslands eftir áralöng störf á hættusvæðum heimsins. Rólegt hversdagslífið í Reykjavík hentar henni engan veginn, svo að hún grípur fegins hendi óvænt boð um að taka sæti í ríkisstjórn landsins: þar getur hún aftur látið til sín taka!
En stjórnmálin eru refskák og fjölmiðlar vaka yfir hverju fótmáli nýja ráðherrans. Við bætist að gamall útigangsmaður eltir hana á röndum og virðist vilja vara hana við yfirvofandi hættu. Getur verið að hann búi yfir vitneskju sem ógnar einhverjum í innsta hring? Svik er hröð og hörkuspennandi saga um völd og valdaleysi, ofbeldi og þöggun; um að bregðast trausti og svíkja gefin loforð.
Lilja Sigurðardóttir hefur slegið í gegn með spennusögum sínum og þríleikurinn Gildran, Netið og Búrið kemur um þessar mundir út víða um lönd. Gildran var nýlega tilnefnd til breska Gullrýtingsins sem eru ein virtustu glæpasagnaverðlaun heims.
© 2020 Forlagið (Hljóðbók): 9789935119223
Útgáfudagur
Hljóðbók: 26 augusti 2020
4.1
Spennusögur
Úrsúla er nýlega flutt til Íslands eftir áralöng störf á hættusvæðum heimsins. Rólegt hversdagslífið í Reykjavík hentar henni engan veginn, svo að hún grípur fegins hendi óvænt boð um að taka sæti í ríkisstjórn landsins: þar getur hún aftur látið til sín taka!
En stjórnmálin eru refskák og fjölmiðlar vaka yfir hverju fótmáli nýja ráðherrans. Við bætist að gamall útigangsmaður eltir hana á röndum og virðist vilja vara hana við yfirvofandi hættu. Getur verið að hann búi yfir vitneskju sem ógnar einhverjum í innsta hring? Svik er hröð og hörkuspennandi saga um völd og valdaleysi, ofbeldi og þöggun; um að bregðast trausti og svíkja gefin loforð.
Lilja Sigurðardóttir hefur slegið í gegn með spennusögum sínum og þríleikurinn Gildran, Netið og Búrið kemur um þessar mundir út víða um lönd. Gildran var nýlega tilnefnd til breska Gullrýtingsins sem eru ein virtustu glæpasagnaverðlaun heims.
© 2020 Forlagið (Hljóðbók): 9789935119223
Útgáfudagur
Hljóðbók: 26 augusti 2020
Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Heildareinkunn af 1287 stjörnugjöfum
Spennandi
Mögnuð
Snjöll
Náðu í appið og taktu þátt í umræðum og stjörnugjöf
Sýnir 10 af 1287
Elísabet
10 sep. 2020
Eins frábær höfundur og Lilja er og bækurnar hennar æði þá því miður á hún að sleppa því að lesa þær sjálf, er að flýta sér allt of mikið
Ása Birna
2 sep. 2020
Spennandi söguþráður og vekur áhuga um framhald. Nokkuð vel lesin en stundum svolítið eintóna.
Harpa
9 feb. 2021
Gafst upp😕 svo illa lesin að ég missti áhugan.Hef hlustað á aðrar bækur eftir Lilju, sem ég var mjög ánægð með 🙂
Sigrun
3 nov. 2020
Ferlega spennandi, góð flétta og vel lesin af höfundi.
Halldór
28 aug. 2020
Lilju tekst enn ekki að valda mér vonbrigðum. Ætlaði að hlusta út vikuna í smáskömmtum en gat ekki hætt
Rebekka Rós
29 nov. 2020
Mjög góð
IM
19 okt. 2020
Lilja er frábær höfundur en aðeins síðri lesari!
Jón Ingi
18 nov. 2022
Lestur höfundar var mjög truflandi. Var á mörkum að ég heldi út. Höfundar eiga að fá vana lesara til að lesa.
Sólveig Sigríður
13 nov. 2020
Mjög góð og vel lesin
Halli
22 juni 2022
mjög góð flétta, vel unnið úr endum og gengur vel upp. Ágætur lestur.
Íslenska
Ísland