Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Íbúarnir á svæðinu tóku sannarlega eftir honum. Stelpunum á hárgreiðslustofunni þótti hann sætur þegar hann kom einu sinni þangað í klippingu, afgreiðslumaðurinn í tölvubúðinni hélt að hann væri hommi en Kúrdanum sem átti kebabstaðinn í plássinu fannst hann vera vingjarnlegasti Norðmaður sem hann hafði nokkurn tímann hitt.
Einn af okkur er áhrifamikil saga fólks í leit að samastað innan ramma samfélagsins. Rashid-systurnar frá Nesodden. Þrír vinir frá Troms. Ungur maður frá Ósló. Öll hittust þau í Útey 22. júlí 2011.
Einn af okkur lýsir voðaverkum og hryllingi en hún er líka mögnuð og mikilvæg samtímasaga um von og höfnun, ást og fordóma.
Åsne Seierstad er margverðlaunaður stríðsfréttaritari og rithöfundur, einna þekktust fyrir Bóksalann í Kabúl sem naut fádæma vinsælda og kom út á fjöldamörgum tungumálum. Eftir að Anders Behring Breivik kom fyrir sprengju í stjórnarhverfinu í Ósló og myrti 69 manns í Útey hóf Seierstad í fyrsta sinn að skrifa um sína eigin þjóð. Við rannsóknir sínar sat hún tíu vikna löng réttarhöldin sumarið 2012, fékk aðgang að skýrslum lögreglu og geðlækna og átti samskipti við fjölskyldur fórnarlambanna, Breivik og foreldra hans.
New York Times valdi Einn af okkur eina af tíu bestu bókum ársins 2015.
Sveinn H. Guðmarsson þýddi.
© 2022 Mál og menning (Hljóðbók): 9789979349211
Þýðandi: Sveinn H. Guðmarsson
Útgáfudagur
Hljóðbók: 12 december 2022
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland