Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Á einu skelfilegasta tímaskeiði Íslandssögunnar voru við lýði lög sem kennd eru við Stóradóm. Dauðarefsingar voru lögleiddar á Íslandi og fjöldi fólks var tekinn af lífi, oft fyrir litlar sakir. Lífshlaup þeirra sem hlutu svo grimmileg endalok var oftar en ekki harmsaga frá upphafi. Í þessu merkilega verki segja Þóra Karítas Árnadóttir og Sahara Rós Blandon frá þessum myrku tímum. Sérstök áhersla er lögð á sögur kvenna sem teknar voru af lífi en mörg þessara mála hafa lifað í manna minnum öldum saman og úr munnlegri geymd hafa kviknað þjóðsögur, ljóð og söngvar, skáldsögur og leikrit. Nú er þessum sögum ljáð líf og rödd í áhrifamikilli hljóðseríu sem er í senn fróðleg, spennandi og átakanleg í einstökum lestri Halldóru Geirðharðsdóttur og Ólafs Egils Egilssonar.
© 2024 Storytel Original (Hljóðbók): 9789180361620
Útgáfudagur
Hljóðbók: 5 februari 2024
Íslenska
Ísland