Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
4.7
4 of 5
Barnabækur
Pabbi Elíasar tekur að sér verkefni á Ítalíu. Pabba langar mikið í Möggufrí en það reynist ógjörningur. Magga álítur að Sikileyjabúar eigi margt ólært og Misja segir að aldrei eigi að segja satt á Sikiley. Þau eru hæstánægð en foreldrum Elíasar hundleiðist. Þeim verður alvarlega á í messunni og Elías vill rétta þeim hjálparhönd. En það getur tekið hann tvo áratugi.
Hér er á ferðinni fjórða bókin í hinum bráðfyndna bókaflokki Auðar Haralds um Elías.
Elías er einstaklega vel máli farinn, hnyttinn, bráðger og framhleypinn ungur strákur, auk þess sem hann kippir rækilega í örlagaþræði fjölskyldu sinnar, trekk í trekk.
Aðdáendur Elíasar, gamlir sem og nýir, geta fagnað því að Elíasarbækurnar eru loksins aðgengilegar á ný, og nú í dásamlegum lestri Sigurðar Sigurjónssonar sem er hlutverkinu kunnugur frá sínum yngri árum þegar hann gengdi hlutverki Elíasar í samnefndum innslögum í Stundinni okkar.
© 2022 Storyside (Hljóðbók): 9789179890735
© 2022 Storyside (Rafbók): 9789179890742
Útgáfudagur
Hljóðbók: 23 mars 2022
Rafbók: 23 mars 2022
4.7
4 of 5
Barnabækur
Pabbi Elíasar tekur að sér verkefni á Ítalíu. Pabba langar mikið í Möggufrí en það reynist ógjörningur. Magga álítur að Sikileyjabúar eigi margt ólært og Misja segir að aldrei eigi að segja satt á Sikiley. Þau eru hæstánægð en foreldrum Elíasar hundleiðist. Þeim verður alvarlega á í messunni og Elías vill rétta þeim hjálparhönd. En það getur tekið hann tvo áratugi.
Hér er á ferðinni fjórða bókin í hinum bráðfyndna bókaflokki Auðar Haralds um Elías.
Elías er einstaklega vel máli farinn, hnyttinn, bráðger og framhleypinn ungur strákur, auk þess sem hann kippir rækilega í örlagaþræði fjölskyldu sinnar, trekk í trekk.
Aðdáendur Elíasar, gamlir sem og nýir, geta fagnað því að Elíasarbækurnar eru loksins aðgengilegar á ný, og nú í dásamlegum lestri Sigurðar Sigurjónssonar sem er hlutverkinu kunnugur frá sínum yngri árum þegar hann gengdi hlutverki Elíasar í samnefndum innslögum í Stundinni okkar.
© 2022 Storyside (Hljóðbók): 9789179890735
© 2022 Storyside (Rafbók): 9789179890742
Útgáfudagur
Hljóðbók: 23 mars 2022
Rafbók: 23 mars 2022
Íslenska
Ísland