Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Í þessari frumlegu bók er kafað í lykilatburði í mannkynssögunni og skoðað hvernig þeir hefðu hugsanlega getað farið öðruvísi og hvað hefði þá getað gerst í framhaldinu. Lesandinn er í fimmtán köflum leiddur í ferðalag sem teygir sig allt frá gullaldarárum Rómarveldis til Þýskalands í fyrri og seinni heimsstyrjöldunum, frá Íslandi á tímum víkinga, hundadagakonungs og útrásarvíkinga til fallvaltra Sovétríkjanna og frá Bítlunum til forsetakosninga nýliðinna ára í Bandaríkjunum.
Valur Gunnarsson hefur starfað sem blaðamaður í 20 ár og hefur fjallað um allt frá átökum á Austurvelli til vígvalla Úkraínu. Hann lærði sagnfræði við Háskóla Íslands, Háskólann í Helsinki, Humboldt háskóla í Berlín og Kúras stofnunina í Kænugarði jafnt sem ritlist í Belfast og Norwich. Hann hefur áður sent frá sér fjórar bækur, þar á meðal skáldsöguna Örninn og fálkann sem fjallar um hvað hefði gerst ef nasistar hefðu hernumið Ísland, svo og bókina Bjarmalönd sem greinir frá arfleifð Sovétríkjanna í Austur-Evrópu. Hann hefur starfað fyrir fjölmarga íslenska miðla, til dæmis Ríkisútvarpið, Fréttablaðið, Stundina og Reykjavik Grapevine sem hann ritstýrði, og erlenda miðla á borð við The Guardian, Associated Press og Berliner Zeitung.
© 2024 Salka (Hljóðbók): 9789935516732
Útgáfudagur
Hljóðbók: 6 september 2024
Merki
Yfir 900.000 hljóð- og rafbækur
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Yfir 900.000 hljóð- og rafbækur
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Yfir 900.000 hljóð- og rafbækur
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland