Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Á árunum 1914–1918 geisaði blóðug heimsstyrjöld þar sem nýjustu tækni var beitt af mikilli grimmd og mannslíf einskis metin. Eftir langt tímabil friðar og hagsældar í Evrópu höfðu margir trúað því að slík villimennska væri óhugsandi í samskiptum menningarþjóða. Nærri 400 hermenn, fæddir á Íslandi, börðust í skotgröfum Vestur-Evrópu. Örlög margra þeirra voru átakanleg.
Ófriðurinn hafði víðtæk áhrif á lífskjör Íslendinga, stjórnmál og sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Þýskir kafbátar hlífðu ekki íslenskum skipum og siglingateppa vofði yfir. Um tíma óttaðist fólk hungursneyð.
Hér er saga heimsstyrjaldarinnar fyrri rakin á nýstárlegan og líflegan hátt án þess að slakað sé á fræðilegum kröfum. Umfram allt er sagan þó sögð af sjónarhóli Íslendinga og efni sótt í dagblöð, sendibréf, skáldverk og fleiri íslenskar heimildir.
Gunnar Þór Bjarnason er sagnfræðingur. Árið 2012 kom út eftir hann bókin Upp með fánann! Baráttan um uppkastið og sjálfstæðisbarátta Íslendinga. Hún fékk einstaklega góðar viðtökur, var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og viðurkenningar Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna. Einnig hlaut hún Menningarverðlaun DV í flokki fræðirita.
© 2022 Mál og menning (Hljóðbók): 9789979347316
Útgáfudagur
Hljóðbók: 4 november 2022
Merki
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland