Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
4.2
2 of 4
Skáldsögur
Leyfið mér að kynna Rachel Walsh. Hún notar skó númer 42 og svo mikið af eiturlyfjum að fjölskylda hennar pungar út dágóðri summu fyrir dvöl í Klaustrinu, fínustu meðferðarstöð Írlands. Eina ástæða þess að hún samþykkir að fara þangað er orðrómur um að þar gefi að líta gufuböð, líkamsræktarstöðvar og heilsulindir svo langt sem augað eygir, þéttsetnar rokkstjörnum í fráhvörfum.
Svo þarf hún líka að komast í frí. Fjölskyldan heldur hins vegar áfram að verða henni til skammar. Klaustrið er ekki alveg eins og sögusagnir hermdu og … hvers vegna segja allir að hún sé fíkill? Hvaða rugl er það? Þetta er allt saman einn stór misskilningur!
„Hvernig lenti ég hérna? Tuttugu og sjö ára, atvinnulaus, meintur eiturlyfjasjúklingur á meðferðarstofnun úti í rassgati með tómt valíumglas í brókinni?“
Marian Keyes er fyndnasta kona Írlands. Bækur hennar hafa selst tonnatali um heim allan og verið þýddar á fjölmörg tungumál. Keyes hefur skemmtilegan stíl og hjúpar alvarleg umfjöllunarefni sín gjarnan húmor þannig að lesandinn grætur og hlær. Í einu.
Þýðandinn, Sigurlaug Gunnarsdóttur, hefur B.Ed. próf í kennslufræðum og M.A. í þýðingarfræði í ofanálag svo hún veit alveg hvað hún er að gera. Hún hefur undanfarin ár starfað við þýðingar á Evrópureglugerðum hjá Sagnabrunni og Utanríkisráðuneytinu svo orðalag verður ekki, að neinu leyti, mildað! Við þýðingar á verkum Marian Keyes hefur Silla að auki gerst sérfróð um þýðingar á írskum fúkyrðum.
© 2021 Storyside (Hljóðbók): 9789152143827
Þýðandi: Sigurlaug Gunnarsdóttir
Útgáfudagur
Hljóðbók: 2 mars 2021
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland