Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
4.3
Barnabækur
Lengi vel hefur álfur að nafni Álfur gætt kassans sem geymir öll heimsins hljóð. Kassann, með sínum óteljandi skúffum, þarf að geyma vel og vandlega. Hann verður að vera í algjörri þögn og því hefur Álfur komið sér fyrir í mannlausu húsi þar sem ekki einu sinni má heyra saumnál detta. En friðurinn er úti þegar lítill strákur sem heitir Raggi flytur allt í einu í húsið með mömmu sinni og pabba. Hávaðinn sem þeim fylgir er svo svakalegur að það veldur því að kassinn opnast og öll hljóðin í heiminum fara í algjört rugl! Hundurinn Þórður fer að mjálma, bíllinn hans pabba jarmar eins og kind og fiðlan hennar mömmu gaggar eins og hæna! Nú eru góð ráð dýr og því leggja Raggi og Álfur saman í mikið ævintýri til að redda málunum. Þeir fljúga með stórum erni sem heitir Örn að fjallinu sem heitir Fjall því að í helli þar er eini staðurinn þar sem ríkir algjör þögn. En í hellinum er ógnvænlegur þurs sem hinir óvæntu félagar þurfa að takast á við til að henda reiður á hljóðunum sem hafa ruglast svona ægilega! Sagan um hljóðin er skemmtilegt, spennandi og bráðfyndið ævintýri eftir hinn óviðjafnanlega Karl Ágúst Úlfsson. Saga sem er sannarlega þess virði að ljá eyra!
© 2024 Storyside (Hljóðbók): 9789180842884
Útgáfudagur
Hljóðbók: 25 januari 2024
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland