Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Hvernig má það vera að nokkur pensilför á striga geti vakið þá tilfinningu sem gagntekur hugann við að horfa á sólarupprás? Af hverju vaknar dýrmæt minning við að sjá gamla mynd í búð eða hanska liggjandi á götunni? Á sama hátt fanga vinjetturnar, með stuttorðri frásögn, augnablik lífsins og ná á þann hátt að tengjast lífsreynslu okkar. Í bók sinni Vinjettur I segir Ármann Reynisson frá innilegum stundum, stórfenglegum atburðum, framandi stöðum og sögusviði sem er jafnkunnuglegt og útsýnið úr eldhúsglugganum. Sumar sögurnar bera séríslenskt yfirbragð, hvort sem þær gerast í nútímanum eða í liðinni tíð; umhverfi eylandsins, dulúðugar þjóðsagnir og arfur víkinganna. Í öðrum er sögusviðið hin stóra veröld, þar sem lýst er kraftinum og neistafluginu í heimi nútímans, á stöðum sem ferðalangar líðandi tíma sækja heim: Marrakess, London, París, Kaíró, Höfðaborg og New York. Sumarnótt, samtal undir fjögur augu, brugðin heit. Sögurnar leiða lesandann áfram hver af annarri, þær hljóma saman og enduróma í reynsluheimi lesandans.
© 2023 ÁR Vöruþing ehf (Hljóðbók): 9789935506009
Útgáfudagur
Hljóðbók: 20 januari 2023
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland