Sigrun
20 juni 2021
Besta bók sem ég hef heyrt eða lesið i mörg ár.Áhrifarík og einstaklega vel skrifuð❤️Lesturinn hja Guðrúnu algjör snilld👌
4.1
Skáldsögur
Þegar Elísabet Jökulsdóttir býður lesendum með í innra ferðalag gildir miðinn alla leið.
Aprílsólarkuldi lýsir föðurmissi Védísar, skóla-stúlku sem er einstæð móðir; ástinni sem kemur næstum jafn óvænt og ferlinu inn í sjúkdóm, öllu í einni augnablikseilífð. Reykjavík og hennar fólk fær á sig sérstakan blæ með lýsingum í ekta Elísabetarstíl sem hér er djúptær, litaður flæði og frelsi ljóðsins.
Hún kann að láta húsin lifna og anda líkt og landslag, líka bilið á milli þeirra. Hvergi skortir skarpskyggni né húmor í mannlýsingum, lituðum af tíðaranda í lok áttunda áratugarins: einn og annar Kristjaníufari kominn heim, hasspartí hvunndagsmatur og farið að draga úr hippalátum ’68-kynslóðarinnar; nú á að fóta sig í frelsinu.
Hvað gerist milli fólks þegar orðin bregðast? Glata merkingunni. Þegar tengslin við tungumálið bresta, hvað er þá til ráða? „… því heimurinn mun ekki standa nema vegna merkingar, annars mun hann sáldrast niður og manneskjan getur annars ekki lifað í heiminum,“ segir í sögunni.
Aprílsólarkuldi hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2020.
© 2021 JPV (Hljóðbók): 9789935291806
© 2021 JPV (Rafbók): 9789935290984
Útgáfudagur
Hljóðbók: 10 juni 2021
Rafbók: 10 juni 2021
Merki
4.1
Skáldsögur
Þegar Elísabet Jökulsdóttir býður lesendum með í innra ferðalag gildir miðinn alla leið.
Aprílsólarkuldi lýsir föðurmissi Védísar, skóla-stúlku sem er einstæð móðir; ástinni sem kemur næstum jafn óvænt og ferlinu inn í sjúkdóm, öllu í einni augnablikseilífð. Reykjavík og hennar fólk fær á sig sérstakan blæ með lýsingum í ekta Elísabetarstíl sem hér er djúptær, litaður flæði og frelsi ljóðsins.
Hún kann að láta húsin lifna og anda líkt og landslag, líka bilið á milli þeirra. Hvergi skortir skarpskyggni né húmor í mannlýsingum, lituðum af tíðaranda í lok áttunda áratugarins: einn og annar Kristjaníufari kominn heim, hasspartí hvunndagsmatur og farið að draga úr hippalátum ’68-kynslóðarinnar; nú á að fóta sig í frelsinu.
Hvað gerist milli fólks þegar orðin bregðast? Glata merkingunni. Þegar tengslin við tungumálið bresta, hvað er þá til ráða? „… því heimurinn mun ekki standa nema vegna merkingar, annars mun hann sáldrast niður og manneskjan getur annars ekki lifað í heiminum,“ segir í sögunni.
Aprílsólarkuldi hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2020.
© 2021 JPV (Hljóðbók): 9789935291806
© 2021 JPV (Rafbók): 9789935290984
Útgáfudagur
Hljóðbók: 10 juni 2021
Rafbók: 10 juni 2021
Merki
Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Heildareinkunn af 813 stjörnugjöfum
Hugvekjandi
Hjartahlý
Mögnuð
Náðu í appið og taktu þátt í umræðum og stjörnugjöf
Sýnir 10 af 813
Sigrun
20 juni 2021
Besta bók sem ég hef heyrt eða lesið i mörg ár.Áhrifarík og einstaklega vel skrifuð❤️Lesturinn hja Guðrúnu algjör snilld👌
Guðrún
16 juni 2021
VÁ! Bókin vel skrifuð í flæði vænghafsins um krók og kima mannshugans og hvað getur gerst á þeim slóðum, orsök & afleiðing - Ljóðrænn andvari liftir svo vænghafinu upp fyrir ský og sólir. Til hamingju Elísabet, með bókina.Guðrún Gísla gæddi söguna sannarlega lífi og las bókina af næmi og innsæi. Frábær lestur.
Sigridur
16 juni 2021
Ótrúlega góðar lýsingar á þegar þegar einstaklingurinn er að missa tökin á raunveruleikanum. Frábærlega vel lesin,
Oddbjörg
10 juni 2021
Algjör snilld þessi bók og ekki skemmir lesturinn 👍Ótrúlega vel skrifuð 👏
Dröfn
3 aug. 2021
Mögnuð, einlæg og áhrifarík saga. Lestur Guðrúnar tær snilld.
Minerva
15 juni 2021
Algjör snilld TAKK ❤️
Kristín Verna
28 juni 2021
Vel skrifuð bók
Guðný
18 juni 2021
Mjög góð skrifaðu meira ElisabetJökulsdóttir
Birna
25 juni 2021
Skemmtilega skrifuð bók um flókið málefni
Silla
20 juni 2021
merkileg, soldið ruglingsleg, vel lesin
Íslenska
Ísland