Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
4.7
2 of 4
Barnabækur
Það er aldrei lognmolla í kringum systkinin Freyju og Frikka. Þessir ellefu ára gömlu fjörkálfar halda nú til Kambódíu með móður sinni þar sem ævintýrin bíða þeirra. Frikki er heillaður af langri sögu Kambódíu því hann langar svo að verða fornleifafræðingur og Freyja er spennt að kynnast landi og þjóð, keyra um í tuk tuk og eignast nýja vini.
Í Kambódíu bíða þeirra hættur og ævintýri á hverju götuhorni. Freyja og Frikki kynnast loftfimleikastráknum San Li sem vinnur líka að mikilvægu verkefni í hofinu sögufræga Angor Wat. Þar gerast dularfullir atburðir, Frikki finnur dýrmætan forngrip, San Li lendir í undarlegu slysi og Freyja lendir í mikilli lífshættu og týnist. Vinirnir komast á snoðir um fyrirætlanir vondra manna sem svífast einskis. Sagan verður æsispennandi þegar Freyja og Frikki verða að taka til sinna ráða í sólarhofinu til að bjarga sjálfu Angkor Wat.
Ævintýri Freyju og Frikka: Á kafi í Kambódíu eftir Felix Bergsson er önnur bókin í flokknum um Freyju og Frikka. Fyrsta bókin, Drottningin af Galapagos, sló rækilega í gegn hjá lesendum og hlaut mikið lof. Hér er á ferðinni sannkölluð ævintýraferð um framandi slóðir fyrir alla fjölskylduna. Felix er landskunnur fyrir barnaefni sitt, bæði fyrir sjónvarp og leikhús og sem annar helmingur í dúóinu Gunni og Felix. Hann sendi frá sér Ævintýrið um Augastein árið 2003
© 2022 Storytel Original (Hljóðbók): 9789180359559
© 2022 Storytel Original (Rafbók): 9789180359566
Útgáfudagur
Hljóðbók: 25 augusti 2022
Rafbók: 25 augusti 2022
Yfir 900.000 hljóð- og rafbækur
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Yfir 900.000 hljóð- og rafbækur
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Yfir 900.000 hljóð- og rafbækur
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland