29 Umsagnir
4.03
Seríur
Hluti 31 af 56
Tungumál
Íslenska
Flokkur
Barnabækur
Lengd
13Mín

Nýju fötin keisarans

Höfundur: H.C. Andersen Lesari: Jóhann Sigurðarson Hljóðbók og Rafbók

Keisari nokkur er óskaplega glysgjarn og sankar að sér fögrum munum og skrautlegum klæðum. Þegar ríki hans heimsækja tveir skraddarar, sem vefa undurfagurt efni þeirri náttúru gætt að vera ósýnilegt augum þeirra sem eru heimskir eða ekki stöðu sinni vaxnir, er hann ekki seinn á sér að grípa tækifærið. Saumamennirnir tveir eru hinsvegar óforskammaðir þorparar, sem vefa á tóma vefstóla og stinga gullinu og silkinu sem ætluð eru til fatasaumsins í sína eigin sekki. Enginn af þegnum keisarans – hvað þá hann sjálfur – geta séð fegurð vefnaðarins, sem vonlegt er. En enginn er hins vegar tilbúinn að viðurkenna meinta heimsku eða vanhæfi í starfi. Og nú stefnir í óefni.

Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson.

H.C. Andersen (1805-1875) er eitt þekktasta skáld Danmerkur. Eftir hann liggja á fjórða þúsund ævintýra sem þýdd hafa verið á meira en 125 tungumál. „Nýju fötin keisarans" er eitt af hans vinsælli ævintýrum, og lifir jafnvel í talmáli, þar sem ýmis efni þjóðfélagsumræðunnar eru gjarnan nefnd „nýju fötin keisarans". Ádeila sögunnar er hárbeitt, en á sama tíma bráðfyndin, þar sem lesendur fylgjast með hverju fyrirmenninu á fætur öðru ganga í gildru svikahrappanna og gera sig að fífli.

© 2020 SAGA Egmont (Hljóðbók) ISBN: 9788726238044 © 2020 SAGA Egmont (Rafbók) ISBN: 9788726237948 Þýðandi: Steingrímur Thorsteinsson

Skoða meira af