849 Umsagnir
4.23
Seríur
Hluti 2 af 14
Tungumál
Íslenska
Flokkur
Glæpasögur
Lengd
8Klst. 51Mín

Reykjavíkurnætur - Erlendur #2

Höfundur: Arnaldur Indriðason Lesari: Ingvar E. Sigurðsson Hljóðbók og Rafbók

Erlendur er nýlega genginn til liðs við lögregluna og starfið á strætum Reykjavíkur er erilsamt: umferðarslys, þjófnaðir, heimilisofbeldi, drykkja, smygl … Óútskýrt mannslát lætur hann ekki í friði. Útigangsmaður sem hann hefur hitt á næturvöktum finnst drukknaður í gamalli mógröf á óbyggðu svæði og öllum virðist standa á sama. En örlög hans ásækja Erlend og leiða hann æ dýpra inn í framandi heima borgarinnar. Reykjavíkurnætur fjallar um fyrsta mál lögreglumannsins Erlendar, sem allir þekkja úr fyrri bókum höfundar, og er sextánda skáldsaga Arnaldar Indriðasonar. Bækur hans hafa mörg undangengin ár notið gríðarlegra vinsælda og hlotið frábæra dóma, jafnt hér heima sem erlendis. Þær hafa verið gefnar út á um fjörutíu tungumálum og selst í milljónum eintaka. Arnaldur hefur hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar og í fyrra var nafn hans efst á lista breska stórblaðsins The Guardian yfir bestu evrópsku sakamálahöfunda samtímans.

© 2012 Skynjun (Hljóðbók) ISBN: 9789935180445 © 2021 VH (Rafbók) ISBN: 9789979222095

Skoða meira af