Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Carlos Ruiz Zafón töfrar fram margslungið völundarhús ástar, bókmennta, ástríðu og hefndar í þriðju bókinni úr sagnaheimi Kirkjugarðs gleymdu bókanna.
Barcelona, seint á sjötta áratugnum. Daníel Sempere er kvæntur hinni fögru Beu og afgreiðir í fornbókabúð föður síns en veltan er treg. Spánn þjáist undir einræðisstjórn Francos sem varpar dökkum skugga á allt líf í landinu. Daníel ætti að gleðjast þegar ókunnugur maður falast eftir sjaldgæfu og fokdýru eintaki af Greifanum af Monte Cristo en honum líst illa á kveðjuna sem hann skrifar inn í bókina til félaga þeirra feðga: „Handa Fermín Romero de Torres, sem sneri aftur frá þeim dauðu og er með lykilinn að framtíðinni.“
Hver er þessi maður og hvað vill hann Fermín? Svarið leynist í ævisögu Fermíns, viðburðaríkri sögu um fangavist, svik, morð og ævintýralegan flótta.
Fangi himinsins er þriðja bókin úr sagnaheimi Carlosar Ruiz Zafón um Kirkjugarð gleymdu bókanna en sú fyrsta var hin heillandi og geysivinsæla Skuggi vindsins. Hér birtist hún í þýðingu Sigrúnar Á. Eiríksdóttur og í dásamlegum lestri Ólafs Egils Ólafssonar.
© 2022 Mál og menning (Hljóðbók): 9789979348696
Þýðandi: Sigrún Á. Eiríksdóttir
Útgáfudagur
Hljóðbók: 19 oktober 2022
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland