Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Lea Ypi ólst upp í Albaníu sem þá var eitt einangraðasta land heims. Hugmyndafræði kommúnismans var upphaf og endir alls, og það var nánast ómögulegt að heimsækja landið – hvað þá að yfirgefa það. Biðraðir, skortur, aftökur og njósnir voru daglegt brauð en samfélagsandinn var sterkur; allir voru jafningjar, nágrannar hjálpuðust að og fólk bar von í brjósti.
Í desember 1990 breyttist allt. Styttum leiðtoganna var steypt af stalli og fólk mátti skyndilega kjósa, klæðast og trúa hverju sem það vildi. En verksmiðjum var lokað hverri af annarri og fólk flúði þúsundum saman. Svindlarar keyrðu landið í þrot, óeirðir brutust út og eftir því sem vonbrigðin jukust fór Lea að velta því sífellt meira fyrir sér hvað fælist í rauninni í því að vera frjáls.
Frjáls er heillandi ævisaga um uppvöxt á óróatímum. Með skarpskyggni og húmor að vopni varpar höfundur ljósi á fortíðardrauga og framfarabrölt, hugsjónir og veruleika – og síðast en ekki síst fólkið sem lenti í brimróti sögunnar.
Lea Ypi er prófessor við London School of Economics. Verðlaunabókin Frjáls er fyrsta bók hennar skrifuð fyrir almenning og hefur verið þýdd á fjölda tungumála. Eyrún Edda Hjörleifsdóttir þýddi. Sigríður Eyrún Friðriksdóttir les.
© 2023 Vaka-Helgafell (Hljóðbók): 9789979227731
Þýðandi: Eyrún Edda Hjörleifsdóttir
Útgáfudagur
Hljóðbók: 31 januari 2023
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland