177 Umsagnir
4.27
Tungumál
Íslenska
Flokkur
Ævisögur
Lengd
2Klst. 14Mín

Brú milli heima – frásagnir og viðtöl um undursamlega hæfileika

Höfundur: Jonas Jonasson Lesari: Hinrik Ólafsson, Berglind Björk Jónasdóttir Hljóðbók

Í þessari bók er rætt við nokkra aðila sem kynnst hafa af eigin raun lækningarmætti Einars Jónssonar á Einarsstöðum. Bók þessi tæmir ekki það ómælanlega verkefni að skrásetja merkar frásagnir, sem eru í geymd víða um land, en hún bregður ljósi á merkan lækningarmiðil og starf hans.

Í upphafi bókar segir meðal annars: Hjálparstarf Einars er ekki bundið því fólki sem sækir hann heim. Fjarlægð skiptir engu og margir eru þeir, sem skrifa honum og höf skilja á milli og síminn er óháður eðli fjalla. Þegar dagurinn breiðir nóttina yfir höfuð, lokar Einar sig inni í lækningarherberginu og kemst þegar í samband við lækna sína. Hann gefur upp nöfn og heimilisföng sjúklinganna, og óteljandi hjálparsveiti eru að störfum. Hinar óteljandi hjálparsveitir eilífðarinnar taka sér kraft, hvar sem hann er að finna, beita honum síðan til hjálpar lifandi og látnum ...

Jónas Jónasson var einn ástsælasti útvarpsmaður þjóðarinnar og skrifaði einnig dásamlegar mannlýsingar sem láta engan ósnortinn. Brú milli heima er þar á meðal. Dóttir Jónasar, Berglind Björk Jónasdóttir og Hinrik Ólafsson lesa.

© 2019 Storyside (Hljóðbók) ISBN: 9789178975952

Skoða meira af