Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
„Þegar ég loks horfðist í augu við mín eigin gen í föðurætt tók við atburðarás sem var eins og stjórnlaus hvirfilbylur, bylur sem gekk yfir tilfinningalífið og þurrkaði út allar skilgreiningar á réttu og röngu. Freistandi er að láta sem ekkert hafi gerst því enginn vill vera dæmdur fyrir þá synd sem karlmenn hafa verið hálshöggnir fyrir en konum drekkt.“
Í Hornauga segir Ásdís Halla Bragadóttir söguna af því sem gerðist þegar hún á fullorðinsárum stóð loks andspænis nýfundnum genum sínum eftir að hafa komist að því hver blóðfaðir hennar er. Án þess að draga nokkuð undan lýsir hún því hvernig hún missti stjórn á rás atburðanna með ófyrirséðum afleiðingum.
Í kjölfarið einsetti hún sér að kynnast föðurfólki sínu betur og heillaðist fljótlega af sögu formæðra sinna. Hún leitaði fanga í skjalasöfnum heima og erlendis, gróf upp áður óbirt einkabréf og umdeildar játningar. Í þessum stórmerkilegu konum fann hún hinn helminginn af sjálfri sér, í konum sem höfðu ýmsu áorkað en jafnframt misstigið sig illa og verið litnar hornauga.
Ásdís Halla Bragadóttir vakti þjóðarathygli fyrir Tvísögu árið 2016. Hún hlaut einróma lof, var tilnefnd til bóksalaverðlaunanna og varð ein mest selda bók ársins.
Í Hornauga birtist okkur mögnuð ættarsaga, sögð af mikilli einlægni. Bók sem lætur engan ósnortinn.
© 2019 Storyside (Hljóðbók): 9789179232818
© 2022 Veröld (Rafbók): 9789935495570
Útgáfudagur
Hljóðbók: 31 juli 2019
Rafbók: 17 februari 2022
„Þegar ég loks horfðist í augu við mín eigin gen í föðurætt tók við atburðarás sem var eins og stjórnlaus hvirfilbylur, bylur sem gekk yfir tilfinningalífið og þurrkaði út allar skilgreiningar á réttu og röngu. Freistandi er að láta sem ekkert hafi gerst því enginn vill vera dæmdur fyrir þá synd sem karlmenn hafa verið hálshöggnir fyrir en konum drekkt.“
Í Hornauga segir Ásdís Halla Bragadóttir söguna af því sem gerðist þegar hún á fullorðinsárum stóð loks andspænis nýfundnum genum sínum eftir að hafa komist að því hver blóðfaðir hennar er. Án þess að draga nokkuð undan lýsir hún því hvernig hún missti stjórn á rás atburðanna með ófyrirséðum afleiðingum.
Í kjölfarið einsetti hún sér að kynnast föðurfólki sínu betur og heillaðist fljótlega af sögu formæðra sinna. Hún leitaði fanga í skjalasöfnum heima og erlendis, gróf upp áður óbirt einkabréf og umdeildar játningar. Í þessum stórmerkilegu konum fann hún hinn helminginn af sjálfri sér, í konum sem höfðu ýmsu áorkað en jafnframt misstigið sig illa og verið litnar hornauga.
Ásdís Halla Bragadóttir vakti þjóðarathygli fyrir Tvísögu árið 2016. Hún hlaut einróma lof, var tilnefnd til bóksalaverðlaunanna og varð ein mest selda bók ársins.
Í Hornauga birtist okkur mögnuð ættarsaga, sögð af mikilli einlægni. Bók sem lætur engan ósnortinn.
© 2019 Storyside (Hljóðbók): 9789179232818
© 2022 Veröld (Rafbók): 9789935495570
Útgáfudagur
Hljóðbók: 31 juli 2019
Rafbók: 17 februari 2022
Heildareinkunn af 1104 stjörnugjöfum
Hjartahlý
Upplýsandi
Mögnuð
Náðu í appið og taktu þátt í umræðum og stjörnugjöf
Sýnir 10 af 1104
Guðríður
26 apr. 2021
Ótrúlegt hugrekki Ásdísar Höllu að deila þessari sögu. Takk fyrir mig 💓
Oddny Erla
16 dec. 2021
Vel skrifuð og vel lesin
Ragnhildur
16 apr. 2021
Mjög áhugaverð saga,skemmtilega skrifuð og vel lesin.
Soffía
17 okt. 2021
Vel lesin
Björk
13 maj 2021
Mjög góð bók. Áhrifarmikil saga og falleg.
Guðrún
15 juli 2021
qi
Kristín
2 juni 2021
Umhugsunarvert. Vel lesin.
Sigríður Elísabet
27 jan. 2021
Góð og einlæg frásögn um erfið málefni. Bókin fjallar um konu sem með grúski sínu leggur upp í langt og ófyrirsjáanlegt ferðalag í víðasta skilningi. Mæli með að lesa Tvísögu fyrst.Vel lesið hjá báðum lesurum.
Helga Aminoff
14 feb. 2020
Sérstök saga inn búin
E. Fjóla
26 dec. 2021
Áhugaverð og hreinskilin
Íslenska
Ísland