69 Umsagnir
4.22
Seríur
Hluti 1 af 7
Tungumál
Íslenska
Flokkur
Óskáldað efni
Lengd
47Mín

Handritagildran: Bókaþjófurinn kjöldreginn – 1. hluti

Höfundur: Friðgeir Einarsson Lesari: Friðgeir Einarsson Hljóðbók

"Handritagildran: Furðulegasta svikamylla Íslandssögunnar. Enn ein neglan hjá Friðgeiri!"
- Ari Eldjárn

Síðustu misseri hefur dularfullur aðili valdið usla í íslenskri bókaútgáfu með glæpsamlegu athæfi. Hann hefur stolið handritum, haft í hótunum við útgefendur og virðist hafa viðkvæmar upplýsingar um einkalíf fólks í bókmenntageiranum undir höndum. Eftir handtöku FBI á 29 ára Ítala í New York virtist málið leyst, en ein mikilvæg spurning stendur eftir: Af hverju?

Er bókaþjófurinn leiðtogi í hópi hakkara? Hefur hann tengsl við Norður-Kóreu, Rússland, Kína? Hvað getur hann hafa grætt á allri þessari vinnu? Er sá hluti glæpastarfsseminnar sem snýr að bókafólki kannski bara toppurinn á ísjakanum? Er þetta allt hluti af stærra samsæri?

Þegar rithöfundinum Friðgeiri Einarssyni varð ljóst að hann væri nýjasta skotmark hins alræmda þrjóts ákvað hann að taka málin í eigin hendur og komast til botns í málinu. Rannsókn Friðgeirs leiddi hann á óvæntar slóðir og um allan heim, allt frá New York til Noregs. Óvæntir aðilar blandast í málið og Friðgeir fer að efast um eigið öryggi.

Í þessum fyrsta hluta kynnir rithöfundurinn Friðgeir Einarsson bókaþjófinn til sögunnar og segir frá þeirra fyrstu kynnum. Rætt er við ýmsa rithöfunda og útgefendur sem þrjóturinn hefur lagt snörur sínar fyrir. Hverjar eru afleiðingar þess að lenda í eða falla fyrir svona svindli? Hvað er það sem þjófurinn vill? Hvernig ber maður nafn norska þýðandans Tone Myklebost raunverulega fram? Friðgeir einsetur sér að komast að sannleikanum í málinu og hefur rannsókn sína.

Handritagildran: Bókaþjófurinn kjöldreginn er ný hljóðsería úr smiðju Storytel Original, eftir rithöfundinn Friðgeir Einarsson.

© 2022 Storytel Original (Hljóðbók) ISBN: 9789180364935 Titill á frummáli: Handritagildran: Bókaþjófurinn kjöldreginn - 1. hluti

Aðrir kunnu líka að meta...