
Kata
- Höfundur:
- Steinar Bragi
- Lesari:
- Sólveig Arnarsdóttir
Hljóðbók og Rafbók
Hljóðbók: 31. ágúst 2021
Rafbók: 31. ágúst 2021
- 174 Umsagnir
- 3.41
- Tungumál
- Íslenska
- Flokkur
- Skáldsögur
- Lengd
- 15Klst. 48Mín
Efnisviðvörun: grófar ofbeldis- og nauðgunarlýsingar
„Daginn sem Vala hvarf var heiðskírt. Ég fór heim úr vinnu síðdegis og líklega hefur allt gengið sinn vanagang á spítalanum, að minnsta kosti man ég ekki eftir neinu sérstöku nema þessu: himinninn var svo ægilega blár og djúpur, eins og ég gæti tekist á loft og horfið í hann ef ég færi ekki varlega. Ef ég svo mikið sem hrasaði. En kannski hugsaði ég þetta ekki fyrr en seinna.“
Menntaskólastelpa fer á ball og hverfur sporlaust. Mamma hennar er fullviss um að hún sé á lífi en hefur ekkert í höndunum. Nema orðljót bréf með órekjanlegri undirskrift. Nema dúkkuhúsið. Þangað til nafnlaus maður hringir í lögregluna og tilkynnir um lík í gjótu utan við borgina.
Kata er saga um glæp og eftirköst hans, um óskiljanlega grimmd, ærandi sorg og stríðið milli kynjanna þar sem einungis annað þeirra hefur verið gerandi – þangað til núna. Að venju nálgast Steinar Bragi viðfangsefni sitt af vægðarleysi og snertir lesendur djúpt.
Hér í frábærum lestri Sólveigar Arnarsdóttur.
Skoða meira af


Hlustaðu og lestu ókeypis í 3 daga
Njóttu þess að hlusta ótakmarkað á bókasafnið okkar í 3 daga, þér að kostnaðarlausu.