717 Umsagnir
3.88
Seríur
Hluti 1 af 12
Tungumál
Íslenska
Flokkur
Glæpasögur
Lengd
14Klst. 12Mín

Leðurblakan

Höfundur: Jo Nesbø Lesari: Orri Huginn Ágústsson Hljóðbók og Rafbók

Lík norskrar konu finnst undir sjávarhömrum í Ástralíu og allt bendir til að hún hafi verið myrt. Norsk yfirvöld senda ungan lögreglumann þvert yfir hnöttinn til að vera lögreglunni í Sydney innan handar við rannsókn málsins. Sá heitir Harry Hole. Hann velst ekki til fararinnar vegna þess að hann sé svo hátt skrifaður á heimaslóðum, heldur glímir hann þvert á móti við áfengisvanda og hefur nýlega orðið valdur að hræðilegu slysi í starfi. Hann á að láta sig hverfa um stund, fylgjast með, gera eins og honum er sagt. En Harry er síður en svo eiginlegt að halda sig á hliðarlínunni og fyrr en varir á morðrannsóknin hug hans allan. Sem og Birgitta, vinkona hinnar látnu.

Leðurblakan er fyrsta bókin um Harry Hole, breyska lögreglumanninn sem glæpasagnaaðdáendur fá ekki nóg af. Serían hefur sannarlega skipað Jo Nesbø fastan sess í hópi vinsælustu höfunda heims og er nú öll væntanleg á Storytel, í frábærum lestri Orra Hugins Ágústssonar.

© 2021 JPV (Hljóðbók) ISBN: 9789935292032 © 2021 JPV (Rafbók) ISBN: 9789935291844 Titill á frummáli: Flaggermusmannen Þýðandi: Ævar Örn Jósepsson

Skoða meira af