
Skýrsla 64
- Höfundur:
- Jussi Adler-Olsen
- Lesari:
- Davíð Guðbrandsson
Hljóðbók
Hljóðbók: 18. júlí 2022
- 301 Umsagnir
- 4.35
- Seríur
- Hluti 4 af 9
- Tungumál
- Íslenska
- Flokkur
- Glæpasögur
- Lengd
- 17Klst. 35Mín
Árið 1987 hurfu nokkrar manneskjur í Kaupmannahöfn um svipað leyti án þess að vitað væri til að þær tengdust á nokkurn hátt. Rúmum tuttugu árum seinna vekja þessi mannshvörf athygli Carls Mørk og félaga hans, Assads og Rose, hjá Deild Q í dönsku lögreglunni. Smám saman rekja þau óljósa slóð, annars vegar til þekkts læknis og forystumanns í nýjum stjórnmálaflokki og hins vegar til Sprogeyjar þar sem lengi var hæli fyrir afvegaleiddar stúlkur. Sá staður reyndist mörgum vistmönnum helvíti á jörð. Og til eru þeir sem vilja frekar drepa vitnin en láta ýmislegt sem þar gerðist komast upp.
Skýrsla 64 er fjórða bókin um Carl Mørck og félaga í Deild Q í dönsku lögreglunni. Jussi Adler-Olsen er óumdeildur konungur danskra glæpasagnahöfunda og hefur safnað að sér öllum helstu verðlaunum á því sviði. Íslenskir glæpasagnaaðdáendur geta fagnað því að serían um Deild Q er væntanleg í heild sinni á Storytel í frábærum lestri Davíðs Guðbrandssonar.
Skoða meira af


Þúsundir raf- og hljóðbóka í símann þinn
Njóttu þess að hlusta ótakmarkað á bókasafnið okkar hvar og hvenær sem er.