Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
4.3
Skáldsögur
Átta fjöll er einstæð saga um sterka og einlæga vináttu tveggja drengja sem eiga sér ólíkan bakgrunn og hvernig samband þeirra þróast, breytist og reynir á þá í áranna rás.
Pietro er einmana strákur sem elst upp hjá foreldrum sínum í Mílanó. Það eina sem sameinar fjölskylduna er ástin á fjöllum Norður-Ítalíu og þangað fara þau á hverju sumri. Þar kynnist Pietro kúahirðinum Bruno, sem þekkir fjöllin en er um leið rígbundinn þeim.
Þeir eyða sumrunum í að kanna þau og læra um leið að þekkja hvor annan og sjálfa sig, hæfileika sína, tilfinningar og takmarkanir. Og þótt leiðir þeirra skilji og Bruno verði um kyrrt uppi í fjöllum en Pietro flakki um heiminn slitnar bandið sem tengir þá saman aldrei.
Paolo Cognetti er rithöfundur frá Mílanó sem býr ýmist í New York eða í fjallakofa í Ölpunum. Átta fjöll varð metsölubók á Ítalíu og hlaut Strega-verðlaunin, virtustu bókmenntaverðlaun Ítala, árið 2017, og einnig Strega Giovani-verðlaunin fyrir bestu bók ungs rithöfundar. Bókin hefur vakið mikla athygli víða um heim og verið þýdd á yfir 30 tungumál. Sagan var kvikmynduð árið 2022 og frumsýnd á Cannes hátíðinni við góðar undirtektir.
Brynja Cortes Andrésdóttir þýddi. Arnmundur Ernst Backman les.
© 2022 Mál og menning (Hljóðbók): 9789979349198
Þýðandi: Brynja Cortes Andrésdóttir
Útgáfudagur
Hljóðbók: 24 november 2022
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland