Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Bókin lýsir vel lífshlaupi Friðriks Inga Óskarssonar. Líf hans hefur ekki alltaf verið dans á rósum og hefur Friðrik Ingi reynt margt um ævina sem hann segir frá hér á sinn skemmtilega hátt. Hann lýsir einnig forfeðrum sínum og mæðrum ásamt foreldrum og systkinum, telur upp leikbræður og systur sem ólust upp með honum í austurbæ Heimaeyjar. Hann lýsir leikjum barna á þessum tíma og segir frá álfkonu sem hann varð var við. Frá sex ára aldri var hann sendur í sveit, enda algengt að á þessum árum væru börn í sveit yfir sumartíman. Áhugamál ungra peyja í Vestmannaeyjum voru misjöfn, margir voru endalaust í fótbolta eða öðrum íþróttum og Friðrik tók þátt í því, en það kemur fram í þessum endurminningum að hann gerði meira, byrjaði 9 ára að gella þorskhausa í Gúanóinu og selja í hús í austurbænum. Einnig byrjaði hann ungur að beita línu og vinna ýmsa aðra vinnu í fiskvinnsluhúsunum í Eyjum. Friðrik Ingi segir frá slysi sem hann varð fyrir í Ísfélagi Vestmannaeyja þegar hann var 15 ára, þetta slys og reyndar nokkur önnur sem hann segir frá hafa haft miklar afleiðingar á allt hans líf. Heimeyjargosið 1973 og allt það umstang og þeir erfiðleikar sem því fylgdu kemur hér við sögu. Sá tími er mörgum vestmannaeyingnum sem það upplifðu eftirminnilegt. Friðrik Ingi hefur alltaf veri duglegur að vinna og fer hann hér nokkuð ítarlega í gegnum sinn starfsferil, enda á hann nokkuð fjölbreyttan starfsferil bæði í Eyjum, upp á landi sem og erlendis. Friðrik Ingi er trúaður maður og fer ekki leynt með það enda hefur hann upplifað nokkur kraftaverk í sínu lífi. Það er mjög gaman og fróðlegt að hlusta á sögu Friðriks Inga Óskarsonar Sigmar Þór Sveinbjörnsson
Útgáfudagur
Hljóðbók: 6 december 2020
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland