Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
3.1
Skáldsögur
Aðalpersónur þessarar sögu eru Markús sem í upphafi sögunnar vinnur í Landsbankanum og Harpa, sambýliskona hans, sem starfar í Kaupþingi. Þau eru 28 og 27 ára. Sögusviðið er Reykjavík veturinn 2008–2009.
Markús fer eftir ráðgjöf vinar síns og heldur dagbók eftir að hafa misst starfið í bankanum. Skömmu síðar missir Harpa vinnuna en lætur ekki deigan síga og innan skamms fær hún nýtt starf sem afleysingakennari í grunnskóla.
Markús aftur á móti leggst í bókalestur og leitar skjóls í dagbókinni sem brátt verður að minnisbók og stefnir í að verða skáldskaparlegt sjónarhorn á viðburði vetrarins og framtíðarmissinn sem fylgir í kjölfarið. Frásögn Markúsar hefur tilhneigingu til að hverfast um ástkonuna. Hún verður fljótlega aðalviðfangsefnið en hin mótaða framtíð virðist mega sín lítils; það er engu líkara en lífið sé ekkert nema skáldsaga í mótun.
Úr verður ástarsaga, spennusaga og glímusaga. En líka ævintýri, og á sama tíma látlaus saga og samt óvænt saga. Eftirminnileg frásögn af áhrifum bankahrunsins á veruleika okkar og þankagang.
Guðmundur Óskarsson fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin 2009 fyrir Bankster.
© 2022 Storyside (Hljóðbók): 9789180563048
© 2022 Storyside (Rafbók): 9789180563055
Útgáfudagur
Hljóðbók: 23 februari 2022
Rafbók: 23 februari 2022
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland