Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
4
Barnabækur
„Einu sinni var lítil stúlka. Hún var pínulítil stúlka, splunkuný, alveg ónotuð, nýfædd. Það var allt í lagi, einhvers staðar verða allir að byrja. Stúlkan var aðeins tíu merkur, eða jafn þung og kartöflupoki fyrir lítið heimili. Að öðru leyti líktist hún ekkert kartöflupoka. Hún var ekki í plasti, þó hún væri ný. Það þurfti ekki að fleygja neinu af henni, af því að hún var ekkert skemmd, annað en kartöflurnar.
Foreldrar litlu stúlkunnar voru líka nýir. Ekki splunkunýir eins og hún, bara nýir. Um morguninn voru þau maður sem flýtti sér í vinnuna og kona sem flýtti sér heim úr vinnunni, þau voru hjón sem fylgdust með fréttunum á flatskjá. Eftir hádegi voru þau allt í einu foreldrar.“
Hér er stutt saga af lítilli rauðhærðri stúlku sem skrifuð var af Auði Haralds í samstarfi við Vigdísi Hlíf Sigurðardóttur sem er höfundur myndefnis.
© 2022 Storyside (Hljóðbók): 9789179890797
© 2022 Storyside (Rafbók): 9789179890803
Útgáfudagur
Hljóðbók: 1 februari 2022
Rafbók: 1 februari 2022
Íslenska
Ísland