Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
4.5
Barnabækur
Bókin Einstök mamma hlaut Barnabókaverðlaun Menntaráðs Reykjavíkurborgar sem besta íslenska frumsamda barnabókin árið 2008. Bókin fjallar um stúlkuna Ásdísi sem elst upp hjá heyrnarlausri móður. Höfundur lýsir á heiðarlegan hátt tilfinningum stúlkunnar, viðbrögðum samfélagsins við heyrnarleysi og skondnu og skemmtilegu fjölskyldulífi.
Margrét E. Laxness myndskreytir bókina og vinna myndir hennar ákaflega vel með sögunni. Einstök mamma er ætluð börnum í elstu deildum leikskóla og neðri bekkjum grunnskólans”. Falleg og sígild bók til að lesa með foreldrum fram eftir aldri.
,,Sagan er mjög vel skrifuð og sögð af einstöku næmi og skilningi á viðfangsefninu. Hún er vel til þess fallin að vekja umræðu um gildi fjölbreytileikans því dregnar eru upp hliðstæður við börn sem eiga foreldra af erlendum uppruna” Úr umsögn dómnefndar Reykjavíkurborgar 2008.
Sögurnar hafa þann tilgang að auka skilning og vekja börn til umhugsunar um að ekki eru allir foreldrar eins. Tjáning er forsenda þess að geta tekið virkan þátt í samfélaginu. Vegna erfiðleika í tjáskiptum bíða sumir skipbrot, ef ekki kemur til skilningur og umburðarlyndi.
Reynsla barna sem eiga heyrnalausa foreldra er að sumu leyti hliðstæð reynslu þeirra sem eiga foreldra af erlendum uppruna. Í báðum tilvikum er það oft hlutskipti barnanna að tala fyrir munn pabba og mömmu. Höfum í huga að hver og einn einstaklingur er sérstakur og í þessari bók er mamman vissulega einstök.
© 2022 Bryndís Guðmundsdóttir (Hljóðbók): 9789935912978
© 2022 Bryndís Guðmundsdóttir (Rafbók): 9789935912961
Útgáfudagur
Hljóðbók: 25 februari 2022
Rafbók: 25 februari 2022
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland