Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
3.8
Skáldsögur
Á köldu vetrarkvöldi árið 1882 situr Benedikt Gröndal skáld í einkennilega húsinu sínu og ákveður að rífa sig upp úr drykkju og draumórum og mæta til kennslustarfa í Lærða skólanum daginn eftir. Þar er hins vegar kominn til valda helsti lærdómsmaður landsins, Björn M. Ólsen, sem lítur á það sem sitt lífsverkefni að hefja þjóðina upp úr fáfræði og vesældómi; og það verði ekki gert án hörku og aga. Skólapiltar voru fjöregg landsins og framtíð, og því áríðandi að ala þá upp í réttum anda. Ólíkir menn, ólíkar hugmyndir – og atvik í skólanum verður til þess að þeim lýstur saman.
Í þessari heillandi og fágætlega vel skrifuðu sögu er byggt á raunverulegum atburðum og persónum, og þær notaðar til þess að draga upp áhrifamikla mynd af svipmiklu fólki og mannlífi á viðkvæmu skeiði í sögu þjóðarinnar. En Sæmd er líka saga um glæp og refsingu, hugrekki, eðli valdsins, stéttaskiptingu, hlutverk skáldsins í samfélaginu – og sæmdina.
Guðmundur Andri Thorsson er einn snjallasti rithöfundur þjóðarinnar, víðkunnur og vinsæll pistlahöfundur og hefur skrifað fjölda skáldverka sem hlotið hafa mikið lof, ekki síst fyrir stílgáfu höfundarins.
© 2021 JPV (Hljóðbók): 9789935291509
© 2021 JPV (Rafbók): 9789935114082
Útgáfudagur
Hljóðbók: 29 april 2021
Rafbók: 17 april 2021
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland