Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
4.5
Óskáldað efni
Á næstu hundrað árum verða grundvallarbreytingar á eðli vatns á jörðinni. Jöklar munu bráðna, yfirborð hafsins rísa og sýrustig þess breytast meira en sést hefur í 50 milljón ár. Breytingarnar snerta allt líf á jörðinni, alla sem við þekkjum og alla sem við elskum. Þær eru flóknari en flest það sem hugurinn er vanur að fást við, stærri en öll fyrri reynsla okkar, stærri en tungumálið. Hvaða orð ná utan um málefni af þeirri stærðargráðu? Í tilraun sinni til að fanga þetta víðfeðma málefni leyfir Andri Snær Magnason sér að vera bæði persónulegur og vísindalegur – fléttar sér leið að loftslagsvísindunum með ævafornum goðsögnum um heilagar kýr, sögum af forfeðrum og ættingjum og viðtölum við Dalai Lama. Útkoman verður frásögn sem er ferðasaga, heimssaga og áminning um að lifa í sátt við komandi kynslóðir. Andri Snær braut blað í umræðunni um íslenska náttúru með bók sinni Draumalandið. Hér gerir hann atlögu að loftslagsmálunum, stærsta viðfangsefni sem jarðarbúar hafa staðið sameinaðir frammi fyrir.
© 2020 Mál og menning (Hljóðbók): 9789979341888
© 2020 Mál og menning (Rafbók): 9789979341789
Útgáfudagur
Hljóðbók: 18 november 2020
Rafbók: 18 november 2020
Merki
Íslenska
Ísland