1209 Umsagnir
3.53
Tungumál
Íslenska
Flokkur
Spennusögur
Lengd
9Klst. 34Mín

Ó, Karítas

Höfundur: Emil Hjörvar Petersen Lesari: Guðmundur Ingi Þorvaldsson Hljóðbók og Rafbók

Flutningurinn til Búðardals á að marka nýtt upphaf fyrir meistarakokkinn Braga og unglinga hans tvo, Elísu og Láka. Erfiðleikana vilja þau skilja eftir í borginni. Þau flytja inn í gamalt hús við sjóinn, Bragi tekur við rekstri veitingastaðar og gistiheimilis og hrífst furðu fljótt af konu í þorpinu, hinni dularfullu Karítas. Það líður þó ekki á löngu þar til tekur að bera á undarlegum atburðum í húsi fjölskyldunnar að næturlagi, atburðum sem hafa vægast sagt mikil áhrif á Braga og unglingana. Hvaða ókennilegu öfl leynast í Búðardal, þorpi sem við fyrstu sýn virtist svo friðsælt?

Ó, Karítas er hrollvekja og dulrænn tryllir sem fær hárin til að rísa og rígheldur hlustendum frá fyrstu sekúndu.

Emil Hjörvar Petersen er þekktur fyrir margrómaðar glæpafantasíur sínar um mæðgurnar Bergrúnu og Brá og stórbrotinn þríleikinn Sögu eftirlifenda. Hér færir hann sig yfir á lendur hrollvekjunnar.

© 2021 Storytel Original (Hljóðbók) ISBN: 9789179916503 © 2021 Storytel Original (Rafbók) ISBN: 9789180241069

Skoða meira af

Aðrir kunnu líka að meta...