Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
4.2
Spennusögur
Það sem fönnin felur er sálfræðitryllir sem sífellt kemur á óvart, þar sem ekkert er sem sýnist. Hún er ólík öllu öðru sem við höfum áður lesið. Hvað er það sem við sjáum ekki? Hver segir söguna og hvers vegna? Miskunnarlaust er villt um fyrir lesandanum, allt þar til síðasti bitinn í púsluspilinu fellur á sinn stað og allt blasir við.
Hún sá manninn í bílflakinu djúpt ofan í gilinu í gegnum einhvers konar hitasóttaróráð. Andlitið sundurtætt og óþekkjanlegt. Glerbrotið eins og byssustingur gegnum hálsinn. Ímyndun og veruleiki urðu eitt, og hún lá og bylti sér nótt eftir nótt án þess að geta sofnað. Hvað gerðist eiginlega þetta örlagaríka síðdegi fyrir fjórum árum? Og hvað er að gerast núna? Það eina sem við vitum fyrir víst er að óhugnanleg röð ofbeldisverka virðist eiga uppruna sinn að rekja til þess sem gerðist við gilið og að það fer illa fyrir þeim sem sogast inn í atburðarásina.
Höfundurinn, hin sænska Carin Gerhardsen er stærðfræðingur að mennt og nýtir hún skarpa rökhugsun sína til hins ýtrasta í þessum æsispennandi krimma. Söguþráðurinn er úthugsaður, flétturnar óvæntar og persónusköpunin einstaklega lífleg, svo úr verður sálfræðitryllir af bestu gerð.
© 2020 Sögur útgáfa (Hljóðbók): 9789935498540
© 2021 Sögur útgáfa (Rafbók): 9789935311023
Þýðandi: Sigurður Þór Salvarsson
Útgáfudagur
Hljóðbók: 31 augusti 2020
Rafbók: 9 december 2021
Merki
4.2
Spennusögur
Það sem fönnin felur er sálfræðitryllir sem sífellt kemur á óvart, þar sem ekkert er sem sýnist. Hún er ólík öllu öðru sem við höfum áður lesið. Hvað er það sem við sjáum ekki? Hver segir söguna og hvers vegna? Miskunnarlaust er villt um fyrir lesandanum, allt þar til síðasti bitinn í púsluspilinu fellur á sinn stað og allt blasir við.
Hún sá manninn í bílflakinu djúpt ofan í gilinu í gegnum einhvers konar hitasóttaróráð. Andlitið sundurtætt og óþekkjanlegt. Glerbrotið eins og byssustingur gegnum hálsinn. Ímyndun og veruleiki urðu eitt, og hún lá og bylti sér nótt eftir nótt án þess að geta sofnað. Hvað gerðist eiginlega þetta örlagaríka síðdegi fyrir fjórum árum? Og hvað er að gerast núna? Það eina sem við vitum fyrir víst er að óhugnanleg röð ofbeldisverka virðist eiga uppruna sinn að rekja til þess sem gerðist við gilið og að það fer illa fyrir þeim sem sogast inn í atburðarásina.
Höfundurinn, hin sænska Carin Gerhardsen er stærðfræðingur að mennt og nýtir hún skarpa rökhugsun sína til hins ýtrasta í þessum æsispennandi krimma. Söguþráðurinn er úthugsaður, flétturnar óvæntar og persónusköpunin einstaklega lífleg, svo úr verður sálfræðitryllir af bestu gerð.
© 2020 Sögur útgáfa (Hljóðbók): 9789935498540
© 2021 Sögur útgáfa (Rafbók): 9789935311023
Þýðandi: Sigurður Þór Salvarsson
Útgáfudagur
Hljóðbók: 31 augusti 2020
Rafbók: 9 december 2021
Merki
Heildareinkunn af 1086 stjörnugjöfum
Spennandi
Mögnuð
Ófyrirsjáanleg
Náðu í appið og taktu þátt í umræðum og stjörnugjöf
Sýnir 10 af 1086
Vala
12 feb. 2021
Mjög góð og spennandi saga og lesturinn frábær.
Bókaormur
18 sep. 2020
Mæli með þessari bók👍👍
Berglind Welding
27 apr. 2021
Ágætis afþreying, mikið af endurtekningum, góður lestur, svoldið langdreginn.
Jóhanna
4 okt. 2022
Aldeilis frábær bók sem fær 5 stjörnur. Þessa ætla ég að lesa aftur, hún er ein af fáu krimmum sem maður vill upplifa aftur með vitneskju um endinn
Ragnheiður
18 juli 2021
Mjög fín bók
Lilja Hafdís
2 sep. 2020
Váááá... mögnuð saga, lesturinn frábær 👍Já, ég kem með til að hlusta á þessa aftur 🧡
Ásdís
6 sep. 2020
Góð..
Dýrleif
16 jan. 2023
Góð vel lesin
Gullveig
11 sep. 2020
Frábær bók og vel lesin 👍🏻👍🏻
Erla
26 maj 2023
Fín afþreying og spennandi! Mjög vel lesin😁
Íslenska
Ísland