
Óminni
- Höfundur:
- Sverrir Berg Steinarsson
- Lesari:
- Atli Rafn Sigurðarson
Hljóðbók
Hljóðbók: 17. nóvember 2020
- 535 Umsagnir
- 3.99
- Tungumál
- Íslenska
- Flokkur
- Glæpasögur
- Lengd
- 11Klst. 9Mín
Hinn magnaði Seyðisfjörður rammar inn þessa kröftugu spennusögu. Brynjar, sem starfar hjá ráðgjafarfyrirtæki í Reykjavík, hyggst eyða notalegu sumarleyfi á bernskuslóðum eystra, í fylgd dóttur sinnar. Sú áætlun leysist upp í frumparta sína á skammri stundu. Blóðidrifinn maður með mikla höfuðáverka finnst nærri þéttbýlinu. Enginn veit hver hann er, eða hvaðan hann kom. Allra síst hann sjálfur, enda hefur hann glatað minninu. Á sama tíma eru kröftug mótmæli gegn stóru gagnaveri sem reist hefur verið í firðinum. Aðgerðasinnar slá upp tjaldbúðum við gagnaverið og krefjast upplýsinga um tilgang versins og viðskiptavini. Starfsemin kemst í fullkomið uppnám þegar framin er röð skemmdarverka í gagnaverinu og lögreglan stendur ráðþrota gagnvart spellvirkjunum.
Dagarnir sem í hönd fara eru æsilegir í meira lagi, enda féllst Brynjar á að veita eigendum gagnaversins liðsinni og hjálpa jafnframt minnislausa manninum að komast að því hver hann væri. Sverrir Berg fléttar þræði sögunnar saman á snjallan hátt. Sagnir úr foríðinni tengjast atburðum í samtímanum í spennuþrunginni atburðarás.
Skoða meira af
- Fyrir fullorðna
- Nútíminn
- Frá landnámi til fyrri hluta 11. aldar
- Reykjavík
- Landsbyggðin
- Smábær
- Dramatískt
- Dularfullt
- Kemur á óvart
- Spennandi
- Glæpasaga
- Norrænar spennusögur
- Sögulegar glæpasögur
- Thriller
- Spennutryllir
- Viðskiptaheimurinn
- Viðskiptalífið
- Bækur í fríið
- Bækur sem væru frábærar sem kvikmynd
- Blaðsíðuflettari
- Gleymdar perlur
- Leyndarmál
- Manndráp
- Minnistap
- Vald
- Íslenskar glæpasögur


Þúsundir raf- og hljóðbóka í símann þinn
Njóttu þess að hlusta ótakmarkað á bókasafnið okkar hvar og hvenær sem er.