577 Umsagnir
4.17
Seríur
Hluti 1 af 6
Tungumál
Íslenska
Flokkur
Skáldsögur
Lengd
9Klst. 16Mín

Berlínaraspirnar

Höfundur: Anne B. Ragde Lesari: Margrét Örnólfsdóttir Hljóðbók og Rafbók

Fyrsta bókin í hinni vinsælu Neshov-seríu, í frábærum lestri Margrétar Örnólfsdóttur.

Í dimmum desembermánuði liggur gömul kona fyrir dauðanum í Þrándheimi. Á meðan hún bíður örlaga sinna þurfa eiginmaður hennar, þrír synir og sonardóttir að takast á við atburði fortíðar til þess að geta hafið nýtt líf. En hvernig eiga gamall maður sem þvær sér ekki, hundaþjálfari, smámunasamur útfararstjóri, svínabóndi og samkynhneigður gluggaútstillingameistari að finna sameiginlegan takt í tilverunni?

Anne B. Ragde er nú vinsælasti höfundur Noregs. Berlínaraspirnar varð margföld metsölubók í Noregi, skaut Da Vinci-lyklinum aftur fyrir sig, enda er hún skrifuð af miklu næmi fyrir ólíkum hliðum tilverunnar og snýst um grundvallarspurningar; hvernig hægt er að sættast við tilveruna í stað þess að flýja hana.

© 2021 Mál og menning (Hljóðbók) ISBN: 9789979343967 © 2021 Forlagið (Rafbók) ISBN: 9789979344179 Titill á frummáli: Berlinerpaplene Þýðandi: Pétur Ástvaldsson

Skoða meira af