Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
4.9
3 of 3
Barnabækur
Jón Oddur og Jón Bjarni verða heldur betur undrandi þegar gamall maður birtist skyndilega heima hjá þeim og segist vera afi þeirra. Kormákur afi býr yfir mörgum spennandi leyndarmálum sem drengirnir verða að komast að. Bræðurnir fara í sumarbúðir þar sem gengur á ýmsu og margt fer á annan veg en ætlað var. Uppátækjum drengjanna virðast engin takmörk sett og er útkoman bráðfyndin og ógleymanleg saga. Sögurnar um Jón Odd og Jón Bjarna voru frumraun Guðrúnar Helgadóttur á bókmenntasviðinu. Þær komu fyrst út á áttunda áratugnum og og hafa margsinnis verið endurprentaðar. Bækurnar um bræðurna eru með allra söluhæstu barnabókum eftir íslenskan höfund enda er stöðug eftirspurn eftir þeim. Guðrún hefur hlotið Norrænu barnabókaverðlaunin fyrir bækur sínar og hafa erlendir ritdómarar skipað henni á bekk með Astrid Lindgren, Torbjörn Egner og Anne-Cath. Westly.
© 2023 Vaka-Helgafell (Hljóðbók): 9789979227557
© 2023 Vaka-Helgafell (Rafbók): 9789979227618
Útgáfudagur
Hljóðbók: 3 mars 2023
Rafbók: 3 mars 2023
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland