Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
4.3
Skáldsögur
Ríka fólkið í Róm nýtur áhyggjulaust síðustu daga sumarsins í glæsihúsum sínum við Napólíflóa. En blikur eru á lofti. Þungar drunur berast frá fjallinu Vesúvíusi. Vatnsveitustjóri svæðisins hverfur. Skyndilega hættir vatnið að flæða um stærstu vatnsveitu í heimi, Ágústusarvatnsveituna.
Með fjórum aðalpersónum — ungum verkfræðingi, unglingsstúlku, spilltum milljónarmæringi og aldurhnignum fræðimanni — endurskapar Robert Harris á meistarlegan hátt heim lystisemda á barmi glötunar.
Mögnuð spennusaga um mannlíf í Rómaveldi síðustu dagana áður en eldgosið í Vesúvíusi lagði Pompei og nágrenni í rúst árið 79.
Metsöluhöfundurinn Robert Harris hefur verið þýddur á 37 tungumál.
„Besta bók Robert Harris til þessa — þrungin sprengikrafti eins og Etna, grípandi eins og bestu þrillerar og andleg saðning á borð við sagnfræði í besta gæðaflokki.“ - Simon Sebag Montefiore, „Bækur ársins“, Daily Telegraph.
© 2019 Storyside (Hljóðbók): 9789178899135
Þýðandi: Elín Guðmundsdóttir
Útgáfudagur
Hljóðbók: 31 juli 2019
Íslenska
Ísland