Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
4
Barnabækur
Bjössi vildi bara alls ekki fara að sofa á kvöldin. Það var alveg sama hvað mamma hans og pabbi reyndu að gera til að svæfa hann, hann vildi ekki sofna. Hann vildi bara vaka á kvöldin og leika sér eða horfa á sjónvarpið eða fara í tölvuleik. Ef hann mætti ráða þá myndi hann aldrei fara að sofa. Aldrei! En eitt kvöldið smeygði lítill furðulegur náungi sér inn um gluggann á herberginu hans Bjössa. Þetta var Vökull Velvakandason og hann flaug með Bjössa til Vökulands. Þeir sem búa í Vökulandi þurfa ALDREI að sofa! Og mega borða eins mikið sælgæti og þeir vilja! Og vera allan daginn og nóttina í tölvuleikjum. En það er svo skrítið að ef maður má allt þá fer manni fljótt að leiðast. Og maður verður svoooo þreyttur og svooo illt í maganum. En þegar Bjössi ætlaði að hvíla sig aðeins og sofa smástund, þá komu Vökulöggurnar og bönnuðu honum að sofa! Bjössi hittir systkinin Blund og Brá og saman ákveða þau að flýja frá Vökulandi með aðstoð Sveinsínu svefnmúsar. Á æsilegum flótta sínum, með gargandi Vökuskarfa á hælum sér, hitta þau ýmsar furðuverur eins og hinn ógnvænlega og kolsvarta Kveldúlf og Svefnpurkurnar sísofandi. Kemst Bjössi aftur heim í mjúka og hlýja rúmið sitt?
© 2007 Hljóð og ljóð ehf. (Hljóðbók): 9789935182562
Útgáfudagur
Hljóðbók: 1 januari 2007
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland