Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
4.7
1 of 4
Barnabækur
Í ævintýrinu um Gilitrutt fléttast saman sögurnar um geiturnar þrjár og Búkollu auk þjóðsögunnar um Gilitrutt. Að auki fá áhorfendur að kynnast bróður hennar Gilitruttar honum Bárði, fólkinu á bænum Bakka og fleiri skemmtilegum persónum úr Ævintýraskóginum. Þrátt fyrir að Gilitrutt sé ægileg tröllskessa munu hlustendur komast að því að hún er ósköp ljúf inn við beinið. Höfundur verksins er Anna Bergljót Thorarensen en hún skrifaði Gilitrutt þegar hún var á ferðalagi um vesturströnd Afríku. Í Gilitrutt eru stórskemmtileg lög sem eru samin af þeim Baldri Ragnarssyni, Birni Thorarensen, Gunnari Ben og Helgu Ragnarsdóttur, þá semur Baldur einnig alla söngtextana í sýningunni. Það er því óhætt að lofa stuði og stemningu þegar saman fara skemmtileg ævintýri í bland við flotta tónlist. Öllu þessu er síðan haldið saman af Ágústu Skúladóttur sem leikstýrir sýningunni.
© 2024 Leikhópurinn Lotta (Hljóðbók): 9789935555007
Útgáfudagur
Hljóðbók: 16 maj 2024
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland