Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
4.2
Skáldsögur
Stórbrotin ættarsaga. Týnd erfðaskrá. Hræðilegt leyndarmál.
Haustið 1940, þegar Noregur er undir járnhæl Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni, verður skipsskaði úti fyrir norðurströnd landsins. Rithöfundurinn Vera Lind og Olav, ungur sonur hennar, bjargast en eiginmaður Veru ferst ásamt hundruðum annarra farþega.
Áratugum síðar sviptir Vera sig lífi, þá orðin háöldruð kona. Allt bendir til þess að atburðirnir tveir tengist. Sasha, dóttir Olavs og augasteinn ömmu sinnar, grefst fyrir um fortíð Veru í þeirri von að finna týnda erfðaskrá og komast að sannleikanum um skipbrotið árið 1940. Hver tekur við þegar ættmóðir deyr? Hvað átti sér stað þegar skipið fórst? Hvað gerist þegar sannleikanum er teflt á móti tryggð við fjölskylduna? Kirkjugarður hafsins eftir Aslak Nore er margslungin fjölskyldusaga um djúpstæð leyndarmál, valdabaráttu og skugga fortíðar. Bókin sló í gegn þegar hún kom út í Noregi og var útgáfurétturinn seldur til fjölda landa auk þess sem bókin var tilnefnd til Norsku bóksalaverðlaunanna. Herdís Magnea Hübner þýddi úr norsku. Orri Huginn Ágústsson og Vigdís Hrefna Pálsdóttir lesa.
© 2023 Storyside (Hljóðbók): 9789180444941
© 2023 Storyside (Rafbók): 9789180618373
Þýðandi: Herdís Magnea Hübner
Útgáfudagur
Hljóðbók: 20 mars 2023
Rafbók: 20 mars 2023
4.2
Skáldsögur
Stórbrotin ættarsaga. Týnd erfðaskrá. Hræðilegt leyndarmál.
Haustið 1940, þegar Noregur er undir járnhæl Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni, verður skipsskaði úti fyrir norðurströnd landsins. Rithöfundurinn Vera Lind og Olav, ungur sonur hennar, bjargast en eiginmaður Veru ferst ásamt hundruðum annarra farþega.
Áratugum síðar sviptir Vera sig lífi, þá orðin háöldruð kona. Allt bendir til þess að atburðirnir tveir tengist. Sasha, dóttir Olavs og augasteinn ömmu sinnar, grefst fyrir um fortíð Veru í þeirri von að finna týnda erfðaskrá og komast að sannleikanum um skipbrotið árið 1940. Hver tekur við þegar ættmóðir deyr? Hvað átti sér stað þegar skipið fórst? Hvað gerist þegar sannleikanum er teflt á móti tryggð við fjölskylduna? Kirkjugarður hafsins eftir Aslak Nore er margslungin fjölskyldusaga um djúpstæð leyndarmál, valdabaráttu og skugga fortíðar. Bókin sló í gegn þegar hún kom út í Noregi og var útgáfurétturinn seldur til fjölda landa auk þess sem bókin var tilnefnd til Norsku bóksalaverðlaunanna. Herdís Magnea Hübner þýddi úr norsku. Orri Huginn Ágústsson og Vigdís Hrefna Pálsdóttir lesa.
© 2023 Storyside (Hljóðbók): 9789180444941
© 2023 Storyside (Rafbók): 9789180618373
Þýðandi: Herdís Magnea Hübner
Útgáfudagur
Hljóðbók: 20 mars 2023
Rafbók: 20 mars 2023
Heildareinkunn af 357 stjörnugjöfum
Mögnuð
Spennandi
Ófyrirsjáanleg
Náðu í appið og taktu þátt í umræðum og stjörnugjöf
Sýnir 10 af 357
Guðrún Pálína
28 mars 2023
Mjög góð bók
Þórhalla
23 mars 2023
Vá hvað þetta er góð bók ‼️Lesarar frábærir og fá 5⭐️Mæli svo mikið með 🏆🏆
Klara Sigríður
25 mars 2023
Mjög góð bók og lesturinn til fyrirmyndar.
Pálína
22 mars 2023
Góð
Sveinn Rúnar
22 apr. 2023
Svekktur þegar hún endaði. Var ekki tilbúinn að hætta að hlusta. 😍
Inga Björg
29 mars 2023
Alltaf gott að hlusta á góða bók
Vala
2 apr. 2023
Kom svo sannarlega á óvart,, naut þess að hlusta á norska fjölskyldu” dramatík. Þau sem lásu, skiluðu sínu hlutverki frábærlega. 🎖️🎖️
Sigrún
29 mars 2023
Stórgóð, spennandi og sögulega áhugaverð. Besti lestur, sem ég hef heyrt😍
Laufey
30 mars 2023
Löng en áhugaverð saga sem reynir á ýmislegt hjá mér, m.a. siðferðismál.
Alma Hanna
25 mars 2023
Ok .mjög spes en mjög lesin
Íslenska
Ísland