Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
3.7
Skáldsögur
Þorpið mitt liggur í djúpum dal milli hárra fjalla. Sumir segja að það sé á Vestfjörðum, aðrir að það sé á Austfjörðum og enn aðrir fullyrða að það sé á hálendinu; en satt að segja veit fólkið sem býr hérna ekkert um hvar það er… Sögumaður hér er tólf ára gömul stúlka sem ber nafn Nínu Bjarkar Árnadóttur, uppáhaldsskáldkonu móður sinnar, og hún lýsir lífinu í þorpinu sínu sem umlukið myrkum múr hvílir undir þungri glerhvelfingu. Í þessum lokaða heimi fer fram tilraun til að skapa fyrirmyndarsamfélag; þar leikur hver og einn sitt hlutverk undir ógnarstjórn þeirra sem valdið hafa. En Nína litla á sér drauma og vonir, og knúin áfram af ljóðum nöfnu sinnar, einlægri forvitni og fegurðarþrá leitar hún frelsisins sem allir sakna. Trúir þú á töfra? er saga sem gerist í náinni framtíð og leiðir lesendur inn í völundarhús gerræðis og grimmdar sem enginn skilur – en einnig til þeirrar tæru gleði yfir lífinu sem ilmur fortíðar og angan framtíðar færir. Þetta verk Vigdísar Grímsdóttur er sannkallaður óður til skáldskaparins en afhjúpar jafnframt varnarleysi manneskjunnar í flókinni lífsbaráttu þar sem töfrarnir einir megna að lýsa henni veginn.
© 2011 Skynjun (Hljóðbók): 9789935180070
© 2023 JPV (Rafbók): 9789935117656
Útgáfudagur
Hljóðbók: 29 november 2011
Rafbók: 16 februari 2023
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland