
Ævintýri Freyju og Frikka: Ljónynja í lífshættu
- Höfundur:
- Felix Bergsson
- Lesari:
- Felix Bergsson, Þuríður Blær Jóhannsdóttir
Hljóðbók og Rafbók
Hljóðbók: 15. mars 2023
Rafbók: 15. mars 2023
- Engar umsagnir
- 0
- Seríur
- Hluti 3 af 3
- Tungumál
- Íslenska
- Flokkur
- Barnabækur
- Lengd
- 1Klst. 36Mín
Ævintýri Freyju og Frikka: Ljónynja í lífshættu
Höfundur: Felix Bergsson Lesari: Felix Bergsson, Þuríður Blær Jóhannsdóttir Hljóðbók og RafbókFerðalangarnir fræknu Freyja og Frikki ferðast með pöbbum sínum alla leið á slóðir Konungs ljónanna í Afríku. Þar komast þau í kynni við sebrahesta, antilópur, flóðhesta og stórskemmtilega og stríðna apa. Í föruneyti þeirra í þetta skiptið er Arnhildur og foreldrar hennar en það er ekki fyrr en þau kynnast Zömu, tólf ára gamalli stúlku frá Eswatini, sem ævintýralegur háskaleikurinn hefst fyrir alvöru.
Zama býr yfir leyndarmáli sem fullorðna fólkið má alls ekki komast að en vill deila því með nýjum kunningjum sínum. Freyja vill ólm heyra um leyndarmálið en Frikki og Arndís eru á varðbergi. Fræknu ferðalangana skortir að sjálfsögðu ekki forvitnina og brátt upphefst urrandi æsileg atburðarás. Hungruð ljón virðast vera á kreiki í þorpinu og einhver hefur kjaftað frá leyndarmáli Zömu.
Ljónynja í lífshættu þriðja bókin í flokknum Ævintýri Freyju og Frikka eftir Felix Bergsson þar sem systkinin Freyja og Frikki ferðast með foreldrum sínum á framandi slóðir og lenda í æsispennandi ævintýrum. Bækurnar hafa slegið í gegn hjá lesendum og hlotið mikið lof. Felix er landskunnur fyrir barnaefni sitt, bæði fyrir sjónvarp og leikhús og auðvitað sem annar helmingur í dúóinu Gunni og Felix.
Skoða meira af


Hlustaðu og lestu ókeypis í 3 daga
Njóttu þess að hlusta ótakmarkað á bókasafnið okkar í 3 daga, þér að kostnaðarlausu.