Berskjaldaður - Barátta Einars Þórs fyrir lífi og ást Hljóðbrot

Berskjaldaður - Barátta Einars Þórs fyrir lífi og ást

Prófa Storytel

Berskjaldaður - Barátta Einars Þórs fyrir lífi og ást

Hljóðbók

Einar Þór Jónsson vakti á sínum tíma þjóðarathygli fyrir skýra en hógværa framgöngu þegar hann steig fram sem talsmaður Geðhjálpar. Fáa grunaði þó að þessi látlausi og geðþekki maður ætti sér magnaða lífssögu að baki og háði á köflum sannkallaða baráttu fyrir lífi sínu.

Einar Þór fæddist í Bolungarvík, barnabarn Einars Guðfinnssonar útgerðarmanns sem var allt í öllu í bænum og Einar litli því hluti af ættarveldinu. Hann varð þó ekki sá erfðaprins sem hann var borinn til heldur þurfti fljótlega að berjast fyrir sjálfum sér og takast á við erfiðan móðurmissi og samkynhneigð í litlu sjávarþorpi. Síðar tók við hin átakanlega en um margt gleymda barátta samkynhneigðra við alnæmi þar sem ekki var einungis við banvænan vírus að kljást heldur lífshættulega fordóma á heimsvísu. Þá þurfti sterk bein til að horfa upp á góðvini og elskhuga týna tölunni einn af öðrum án þess að missa vonina um líf og framtíð – hvað þá hamingju og ást.

Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir skrifar þessa áhrifamiklu og um margt átakanlegu baráttusögu Einars Þórs Jónssonar af innsæi og næmi. En saga Einars verður um leið saga síðustu áratuga og leiðir í ljós að hin þrotlausa barátta fyrir mannlegri reisn getur stundum átt sér farsæl endalok.

---

„Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir setur um margt ný viðmið í ævisagnaskrifum í bókinni Berskjaldaður, sem er saga Einars Þórs Jónssonar. ... snertir lesendur.“ ⭐️⭐️⭐️⭐️1/2 -Sigurður Bogi Sævarsson, Morgunblaðinu

„Hrífandi örlagasaga, full af örlæti, óbilandi ást og mannúð.“ -Sigmundur Ernir Rúnarsson

„Þetta er mögnuð bók, mikil saga, átakanleg, sorgleg, viðburðarík og ævintýraleg. Líka saga um ákveðna upprisu.“ -Elísabet Hjaltadóttir

„Þessi einlæga og hispurslausa saga minnir okkur á mikilvægi þess að standa með eigin tilfinningum og innstu sannfæringu þótt oft sé grýtt undir og á brattann að sækja. Sannarlega er mikill fengur að áhrifamiklum minningum Einars Þórs.“ -Þorvaldur Kristinsson

„Mögnuð saga og áhrifarík.“ -Ragna Guðmundsdóttir

„Afbragðsbók um ótrúlega merkilegan mann.“ -Sigmar Guðmundsson

„Kvöldsvæfa ég vakti til klukkan þrjú yfir henni.“ -Ósk Gunnarsdóttir

Tungumál:
Íslenska
Flokkur:
Ævisögur

Meiri upplýsingar um hljóðbókina:

Útgefandi:
Bjartur
Útgefið:
2021-03-23
Lengd:
9Klst. 30Mín
ISBN:
9789935301086

Svipaðar bækur

Hitta storyn som passar just dig

Henrik Karlsson

"Har precis startat en provperiod hos Storytel och det är det bästa jag någonsin gjort. Att lyssna ger mig full koncentration på boken samtidigt som jag kan pyssla med annat."

Birgitta Johansson

"Det bästa som har hänt mig på länge. Dessutom lyssnar jag på böcker som jag nog aldrig hade kommit mig för att läsa annars. Jag lyssnar i bilen, på promenaden eller när jag städar."

Birgitta Lindh

"Jag och min man delar familjeabonnemanget och har haft Storytel i 5-6 år. Vi är så nöjda med både appen och Readern. Här finns ett stort bokutbud som passar oss båda!"