24 Umsagnir
3.58
Tungumál
Íslenska
Flokkur
Ævisögur
Lengd
7Klst. 10Mín

Sá á skjöld hvítan – Viðtalsbók við Jón Böðvarsson

Höfundur: Guðrún Guðlaugsdóttir Lesari: Hinrik Ólafsson Hljóðbók

Jón Böðvarsson var goðsögn í lifanda lífi: Glæsilegar skýringar hans á persónum og atburðum Íslendingasagna hittu þjóðina beint í hjartastað og gerðu sitt til að endurnýja áhuga almennings á sagnaarfinum. Jón Böðvarsson, sem lést árið 2010, hélt ótrúlega mörg og fjölmenn fornritanámskeið og fór með þátttakendur í ferðir á fjarlægar slóðir víkinga – en í honum bjuggu margir menn og í þessari bók segir frá skákmanninum, íþróttamanninum, stjórnmálamanninum, kennaranum, skólameistaranum og leiðsögumanninum Jóni Böðvarssyni. Ótal sögur segir hann, sumar græskulausar, aðrar með broddi í. Frá fjölskylduhögum Jóns og vinaböndum greinir einnig – þetta er hispurslaus lýsing óvenjulegs manns, skráð af Guðrúnu Guðlaugsdóttur rithöfundi og blaðamanni.

© 2020 Storyside (Hljóðbók) ISBN: 9789180127745

Skoða meira af