Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Ágúst á Brúnastöðum bóndi og fyrrum alþingismaður lítur yfir farinn veg. Halldór Kristjánsson skráði.
Flestir Íslendingar sem komnir eru til vits og ára munu kannast við nafn Ágústs Þorvaldssonar á Brúnastöðum, bónda og fyrrum alþingismanns. Í hugann kemur mynd af stórum og stæðilegum manni, þéttum á velli og þéttum í lund, gildum bónda og góðum félagsmálamanni sem samtímis því að rækta jörð sína og auka bústofninn hefur látið til sín taka á þjóðmálasviðinu og notið virðingar mótherja jafn sem samherja. Heimili hans og konu hans, Ingveldar Ásgeirsdóttur, er mikið rausnarheimili og þótti vel við hæfi að bjóða sjálfum Finnlandsorseta til Brúnastaða þegar hann var hér á ferð.
Af því sem á undan er sagt mætti ætla að Ágúst hefði fæðst með silfurskeið í munni og verið borinn til efna og áhrifa í skjóli ríkra foreldra. Sú er þó ekki raunin. Ágústi var ráðstafað af hreppsnefnd Eyrarbakka til uppeldis hjá sveitarómögum og mátti una því fyrstu árin að vera nefndur urðarköttur og flokkast af krökkunum á Bakkanum til óæðri stiga mannfélagsins og verða fyrir árásum og áreitni þeirra. Saga Brúnastaðabóndans er eins og maðurinn sjálfur, þétt lesning og þægileg, hispurslaus og hefur yfir sér þokka sem hlýjar lesandanum, þótt Brúnastaðabóndinn þori vel að segja meiningu sína.
Útgáfudagur
Hljóðbók: 20 mars 2021
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland