Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
4.2
Skáldsögur
Kristrún í Hamravík kom fyrst út árið 1933 og naut þegar mikilla vinsælda. Bókin hefur komið út í mörgum útgáfum síðan, verið lesin í útvarpi og kvikmynd gerð eftir henni.
Sagan segir frá mæðginum, Kristrúnu og Fal, sem búa ein á afskekktu býli norður á Ströndum. Þar ber að garði ókunnugt stúlkutetur, Anítu Hansen, en hún er á flótta undan yfirvöldum þar sem hún er grunuð um að hafa fargað barni sínu sem hún ól „úti um hagann“. En Kristrúnu gömlu líst vel á stúlkuna og finnst himnafaðirinn hafa þarna gefið Fal tækifæri til að eignast væna konu, eins og hann sannarlega þarfnist og henti hans óðali. Bókin er með afbrigðum skemmtileg, Kristrún gamla er hlý og góð kona, en mjög sterk og lætur engan segja sér fyrir verkum. Meira að segja hreppstjórinn í sveitinni verður að lúta vilja hennar og þiggur í leiðinni vænan snaps úr forláta rauðvínskút sem rekið hafði á fjörurnar.
Þegar eldri sonurinn Ólafur kemur til sögunnar og vill selja jörðina beitir Kristrún ýmsum brögðum til svo verði ekki og þá kemur Hamravíkur-Kollur til sögunnar, en hann var draugur sem fylgdi bænum.
Höfundur hafði tvær konur á Vestfjörðum sem fyrirmyndir að Kristrúnu. Málfar Kristrúnar er mjög sérstætt – töfrum hlaðið, og fullyrða má að Kristrún sé ein af eftirtektarverðustu persónum í íslenskum bókmenntum, enda hefur bókin hitt Íslendinga í hjartastað.
Guðmundur Gíslason Hagalín (1898-1985) er einn öndvegishöfunda Íslendinga á síðustu öld. Kristrún í Hamravík markaði tímamót á ferli höfundarins og er að margra dómi hans besta verk.
© 2022 Lesbók (Hljóðbók): 9789935222831
Útgáfudagur
Hljóðbók: 25 april 2022
Merki
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland