4.2
Skáldsögur
Aldraður bóndi skrifar bréf til ástkonunnar sem honum bauðst að fylgja til borgarinnar forðum tíð. Gerði hann rétt í að taka sveitina fram yfir kærleikann? Hefði hann fremur átt að flytjast til Reykjavíkur til að moka skurð eða reisa bragga fyrir Ameríkana?
Minningar úr sveitinni fléttast inn í safaríkar frásagnir af því sem hann kallar fengitíð lífs síns. Fornar ástir renna saman við sagnir af gleymdum líkum, lágfættum hrútum sem liggja afvelta milli þúfna og því þegar Farmallinn kom.
© 2019 Hljóðbók.is (Hljóðbók): 9789935182623
Útgáfudagur
Hljóðbók: 10 oktober 2019
4.2
Skáldsögur
Aldraður bóndi skrifar bréf til ástkonunnar sem honum bauðst að fylgja til borgarinnar forðum tíð. Gerði hann rétt í að taka sveitina fram yfir kærleikann? Hefði hann fremur átt að flytjast til Reykjavíkur til að moka skurð eða reisa bragga fyrir Ameríkana?
Minningar úr sveitinni fléttast inn í safaríkar frásagnir af því sem hann kallar fengitíð lífs síns. Fornar ástir renna saman við sagnir af gleymdum líkum, lágfættum hrútum sem liggja afvelta milli þúfna og því þegar Farmallinn kom.
© 2019 Hljóðbók.is (Hljóðbók): 9789935182623
Útgáfudagur
Hljóðbók: 10 oktober 2019
Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Heildareinkunn af 1032 stjörnugjöfum
Hjartahlý
Notaleg
Rómantísk
Náðu í appið og taktu þátt í umræðum og stjörnugjöf
Sýnir 10 af 1032
Kristín
3 sep. 2022
Greinilega skrifuð af höfundi sem hefur virkilega gott vald á íslensku og mikinn orðaforða þess máls sem var uppi um og í kringum 1940 og auðvelt að hrífast af því. Mér varð oft á tíðum um og ó af orðagjálfrinu sem kaffærir söguna á stundum. Persónulega náði ég litlu sambandi við hana. Fannst þetta innantóm ástarsaga uppfull af orðaflúri. Held að þessi skoðun mín sé ekki vinsæl en mér var létt þegar bókin kláraðist. Þeir sem kunna að meta Sjálfstætt fólk mun örugglega líka við þessa bók.
P
2 sep. 2022
Ég gæfi fleiri stjörnur þær eru ekki í boði. Ég hlustaði á alla söguna í dag gat ekki hætt. Þetta er fallegasta saga og vel orðuð,vel lesin og það besta sem ég hef lesið í mörg ár takk Alda V
Ásta Kristín
11 sep. 2022
Mjög vel skrifuð bók og vel lesin.Nær að fanga tíðaranda og fá mann til að lifa sig inn í aðstæður. Bókin hélt manni allan tímann við efnið .
Jóna Björg
23 aug. 2022
Ágætlega lesin, hafði samúð með sögupersónunni/bréfritara lengi framanaf en síðan breyttist það í hneykslun og enga samúð undir lokin
Kristín Sigríður
31 aug. 2022
Ég bjóst við góðri bók, en þessi er allra best hún fór með mig í tilfinninga rússibana og lesturinn er alveg frábær. Takk fyrir mig.
Þorbjörg
12 sep. 2022
Sérstök bók og sérstök lesning Miklar tilfinningar og erfiðar.
LOL
12 dec. 2020
Stórkostlegt verk. Tók mér góðan tíma til að hlusta og hugsa. Þvílík frásögn af lífinu, og því sem er ekki lengur lífið, eða kannski lífið, söknuði og baráttunni um sjálfan sig, er vandfundin. Og lesturinn er ævintýralega einlægur - ofan á viskuna og frásagnargáfuna. Takk fyrir mig.
herborg
7 sep. 2022
Dasamlegt að hlusta a lestur og efni þessarar bokar Takk fyrir
anna
19 juli 2021
Þvílík dýrðar ritsmíð,falleg fyndin og djúp saga.Höfundur las þetta fullkomlega.Kærar þakkir
Ingveldur
16 feb. 2021
Afar góð og fær 55 ára konu til að hugsa. Vonandi fleiri
Íslenska
Ísland