Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
4.3
Viðskiptabækur
Eikonomics – hagfræði á mannamáli er fyndin og aðgengileg yfirferð yfir ýmis ágeng viðfangsefni hagfræðinga sem jafnframt snerta okkur hin með margvíslegum hætti. Eins og nafn bókarinnar ber með sér er hér fjallað um efnið á nýstárlegan hátt og mikilvægar niðurstöður hagfræðinnar verða fyrir vikið enn ljósari en ella. Sumir halda að hagfræði sé leiðinleg og snúist alfarið um verðteygni, stýrivexti, verga þjóðarframleiðslu og arðsemi eigin fjár á fyrsta ársfjórðungi. En í húsi hagfræðinnar eru fjölmörg herbergi sem minna hefur farið fyrir; jóla-hagfræðin, djamm-hagfræðin, bílasölu-hagfræðin og landabruggs-hagfræðin eru einungis fáein dæmi þar um. Eiríkur Ásþór Ragnarsson hefur vakið athygli fyrir fræðandi og skemmtilega pistla á vefmiðlinum Kjarnanum undir yfirskriftinni Eikonomics. Þar bregður hann hagfræðiljósi sínu í óvæntar áttir – og setur áleitin hagsmunamál daglega lífsins í splunkunýtt samhengi. Þannig fer ekki á milli mála að greinin er ekki torrætt leiktæki leynireglu með aðsetur í kjallara seðlabankans heldur er viðfangsefni hennar fólk og þú og ég. Og ryksuguróbotar.
© 2021 Mál og menning (Hljóðbók): 9789979345077
© 2021 Mál og menning (Rafbók): 9789979344568
Útgáfudagur
Hljóðbók: 13 december 2021
Rafbók: 13 december 2021
Íslenska
Ísland