Harpa Norðdahl
24 sep. 2022
Spennandi og ófyrirsjáanleg. Væri vel hægt að gera bíómynd (spennutryllir) úr þessum efnivið. Lestur mjög góður, sérstaklega Kötlu. Mæli með.
4.4
1 of 2
Spennusögur
„Velkomin í fjölskylduna,“ segir Nina Winchester þegar ég tek í vel snyrta hönd hennar. Ég brosi kurteislega og lít í kringum mig í ríkmannlegu anddyrinu. Starfið hér er síðasta tækifæri mitt til að hefja nýtt líf. Ég get þóst vera sú sem ég vil vera. Fljótlega kemur þó í ljós að leyndarmál Winchester-fjölskyldunnar eru mun ógnvænlegri en mín … Á hverjum degi þríf ég heimili Winchester-hjónanna hátt og lágt. Ég sæki dóttur þeirra í skólann og elda ljúffengan mat handa fjölskyldunni áður en ég fer upp og borða alein í litla herberginu mínu.
Ég reyni að láta sem ég sjái ekki að Nina gengur viljandi illa um. Að hún lýgur að mér um barnið sitt. Að Andrew, eiginmaður hennar, virðist bugaðri með hverjum deginum. Þegar ég horfi í fallegu brúnu augun hans, full af sársauka, hugsa ég um hvernig það væri að lifa því lífi sem Nina á. Með ógrynni af fötum, flottum bíl, fullkomnum eiginmanni.
Ég fer aðeins einu sinni í hvítan kjól af Ninu. Bara til að sjá hvernig tilfinningin er. Hún kemst þó fljótt að því … og þegar ég átta mig á því að herbergisdyrnar mínar læsast aðeins að utanverðu er það um seinan. Ég hugga mig við það að Winchester-fólkið veit ekki hver ég er í raun og veru. Þau vita ekki hvað ég er fær um að gera … Ótrúlegar vendingar á söguþræði halda lesandanum við efnið langt fram á nótt. Þau sem hrifust af Bak við luktar dyr og Stúlkan í lestinni munu ekki geta lagt þessa frá sér!
© 2022 Storyside (Hljóðbók): 9789180612920
© 2022 Drápa (Rafbók): 9789935530127
Þýðandi: Ingunn Snædal
Útgáfudagur
Hljóðbók: 13 september 2022
Rafbók: 13 september 2022
4.4
1 of 2
Spennusögur
„Velkomin í fjölskylduna,“ segir Nina Winchester þegar ég tek í vel snyrta hönd hennar. Ég brosi kurteislega og lít í kringum mig í ríkmannlegu anddyrinu. Starfið hér er síðasta tækifæri mitt til að hefja nýtt líf. Ég get þóst vera sú sem ég vil vera. Fljótlega kemur þó í ljós að leyndarmál Winchester-fjölskyldunnar eru mun ógnvænlegri en mín … Á hverjum degi þríf ég heimili Winchester-hjónanna hátt og lágt. Ég sæki dóttur þeirra í skólann og elda ljúffengan mat handa fjölskyldunni áður en ég fer upp og borða alein í litla herberginu mínu.
Ég reyni að láta sem ég sjái ekki að Nina gengur viljandi illa um. Að hún lýgur að mér um barnið sitt. Að Andrew, eiginmaður hennar, virðist bugaðri með hverjum deginum. Þegar ég horfi í fallegu brúnu augun hans, full af sársauka, hugsa ég um hvernig það væri að lifa því lífi sem Nina á. Með ógrynni af fötum, flottum bíl, fullkomnum eiginmanni.
Ég fer aðeins einu sinni í hvítan kjól af Ninu. Bara til að sjá hvernig tilfinningin er. Hún kemst þó fljótt að því … og þegar ég átta mig á því að herbergisdyrnar mínar læsast aðeins að utanverðu er það um seinan. Ég hugga mig við það að Winchester-fólkið veit ekki hver ég er í raun og veru. Þau vita ekki hvað ég er fær um að gera … Ótrúlegar vendingar á söguþræði halda lesandanum við efnið langt fram á nótt. Þau sem hrifust af Bak við luktar dyr og Stúlkan í lestinni munu ekki geta lagt þessa frá sér!
© 2022 Storyside (Hljóðbók): 9789180612920
© 2022 Drápa (Rafbók): 9789935530127
Þýðandi: Ingunn Snædal
Útgáfudagur
Hljóðbók: 13 september 2022
Rafbók: 13 september 2022
Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Heildareinkunn af 1963 stjörnugjöfum
Spennandi
Mögnuð
Ófyrirsjáanleg
Náðu í appið og taktu þátt í umræðum og stjörnugjöf
Sýnir 10 af 1963
Harpa Norðdahl
24 sep. 2022
Spennandi og ófyrirsjáanleg. Væri vel hægt að gera bíómynd (spennutryllir) úr þessum efnivið. Lestur mjög góður, sérstaklega Kötlu. Mæli með.
Björn Rúnar
17 sep. 2022
Einfalt mál með þessa bók ; Stórkostleg frá byrjun til enda og uppfyllir öll þau mögulegu skilyrði sem sett eru fram við „uppskrift” að glæpasögu í fyllstu merkingu þess orðs.Sannkallað meistaraverk.
Ida
20 sep. 2022
Spennandi frá fyrstu blaðsíðu til hinnar síðustu. Mjög skýrt að segja söguna með einungis 4-5 persónum, ekki neinir útúrdúrar. Mjög góður upplestur.
Oddbjörg
15 sep. 2022
Algjörlega frábær tryllir, hrikalega spennandi og einstaklega vel lesin þar að auki
dagbjört
23 sep. 2022
Besta bók sem ég hef hlustað á allt þetta ár ,mæli 110% með, vel lesin 😊
Þórhalla
14 sep. 2022
Vávává hversu góð bók🏆 gat ekki hætt að hlusta 👏 Lestur mjög góður 😊 Vonandi fleiri bækur eftir sama höfund 😊
Alma Hanna
24 sep. 2022
Mjög spennandi og vala hægt að hætta að hlusta flottur lestur
Sigrún
21 sep. 2022
Mögnuð bók um falið ofbeldi og lestur fínn
Svala Sigríður
17 sep. 2022
Ógnvekjandi sálfræðitryllir. Frábærir lesarar.
Ingunn María
19 okt. 2022
Mjög spennandi! Gat ekki hætt að hlusta. Vel lesin 😊
Íslenska
Ísland