Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Það var svarta þoka í mynni Eyjafjarðar fimmtudaginn 29. maí árið 1947 þegar Douglas vél Flugfélags Íslands fórst í snarbröttum hlíðum Hestfjalls í Héðinsfirði. Flugvélin var í áætlunarflugi milli Reykjavíkur og Akureyrar. Um borð voru 25 manns, 21 farþegi, þar af þrjú börn og tvær unglingsstúlkur; fjórir voru í áhöfn. Flestir farþeganna voru í blóma lífsins, sá elsti 49 ára. Enginn komst lífs af. Þjóðþekktir menn og konur voru í hópi farþega. Flugvélin var týnd í nær sólarhring og beið þjóðin milli vonar og ótta þar til hin grimmu örlög komu í ljós; enginn hafði komist lífs af úr hinu hörmulega slysi. Íslenska þjóðin varð harmi slegin þegar fregnir bárust, enda hafði á einni ógæfustund verið höggvið stórt skarð í þunnskipaðar fylkingar hennar, þjóðar sem illa mátti við því að missa nokkurn sona sinna eða dætra fyrir aldur fram. Björgunarmenn komu á slysstað frá Ólafsfirði og Siglufirði, þeir unnu starf sitt við mjög erfiðar aðstæður. Mikið brim í fjöru neðan slysstaðar gerði að verkum að þrekvirki þurfti til að ná lendingu og síðan tók við ganga upp snarbratta hlíðina. Aðkoma á slysstað var skelfileg og markaði djúp spor í sálarlíf þeirra sem að komu. Í bókinni rekur Margrét Þóra Þórsdóttir blaðamaður söguna, greinir frá flugi vélarinnar norður, leit og björgun á vettvangi sem og þeim athöfnum sem á eftir fylgdu. Sérkafli er um Maríu Jóhannsdóttur, nú aldraða konu á Akureyri, en hún ætlaði með flugvélinni norður. Æðri máttarvöld gripu að hennar mati í taumana, en hún missti af fluginu. Hún fór heim nokkru síðar, í byrjun sumars 1947. Sumarið 2009 fór hún í sína fyrstu flugferð í 62 ár. Hér er á ferðinni átakanleg saga um grimm örlög.
© 2021 Sögur útgáfa (Hljóðbók): 9789935310125
Útgáfudagur
Hljóðbók: 26 mars 2021
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland